Besta deildin: Fyrsti leikur á sunnudaginn

Keppni í Bestu deildinni hefst á sunnudaginn þegar stelpurnar okkar sækja Íslandsmeistara Vals heim að Hlíðarenda. 

Eftir langt undirbúningstímabil er allt í einu komið að fyrsta leik í Bestu deildinni og boltinn rúllar svo áfram næstu vikurnar með fullt af spennandi og áhugaverðum leikjum, heima og að heiman. Á döfinni er ársfundur og leikmannakynning í næstu viku, nánar kynnt í annarri frétt, og kynning á leikmannahópnum er á dagsrkánni hér á heimasíðunni og miðlunum okkar á næstu dögum.

Við byrjum á því að fara yfir dagskrána fram undan. Á myndinni hér að neðan má sjá leikina okkar í fyrri umferð Bestu deildarinnar. Ef smellt er á myndina má sjá lista á vef KSÍ með leikjum í seinni umferðinni einnig.

Liðin í Bestu deildinni koma inn í Mjólkurbikarkeppnina í 16 liða úrslitum, en þau fara fram helgina 18. og 19. maí. Mjólkurbikarkeppnin er að hefjast núna um helgina þegar 22 lið eigast við í 1. umferð keppninnar. Önnur umferð bikarkeppninnar verður leikinn 30. apríl og 1. maí, en síðan taka 16 liða úrslitin við síðar í maí.