NÍU Á NÍU - fótboltamót 4 kvk - FRESTAÐ

Vegna veðurútlits á Norðurlandi vestra þann dag sem mótið var fyrirhugað hefur því verið frestað um óákveðinn tíma. Erum að skoða aðrar dagsetningar.

NÍU Á NÍU er nýtt fótboltamót sem Þór/KA stefnir á að halda í Boganum fyrir 4. flokk kvenna.

Þór/KA stendur fyrir fótboltamótinu NÍU Á NÍU fyrir 4. flokk kvenna. Við byrjum á þessu móti sem dagsmóti í þetta skiptið, prófum okkur áfram og metum framhaldið eftir því hvernig tekst til. 

 • DagurÓvíst
 • Tími: Óvíst
 • Staður: Boginn, Akureyri
 • Flokkur: 4. flokkur kvenna
 • Þátttökugjald: 4.000 krónur á hvern leikmann
  • Greiðist inn á 0565-26-571, kt. 6903171090 í einu lagi fyrir hvert félag.
  • Sendið staðfestingu/kvittun í thorkastelpur@gmail.com
 • Leikir: Er í vinnslu með tilliti til fjölda liða og styrkleikaflokka
 • Annað: Hressing í mótslok (nánari upplýsingar síðar)
 • Fjölmiðlun: Streymt frítt á YouTube-rásinni Þór/KA Samfélagsmiðlar - sjá hér

Mótið - helstu reglur

 • Spilað í níu manna liðum, frjálsar skiptingar
 • Er í vinnslu með tilliti til fjölda liða og styrkleikaflokka
 • Rangstöðulína er merkt með flötum keilum, leikmenn geta ekki verið rangstæðir nema innan hennar (í stað miðjulínu á heilum velli)
 • Almennar knattspyrnureglur
 • Stefnt að því að spila í tveimur eða þremur styrkleikaflokkum

Þetta verður skemmtilegt prufumót fyrir 4. flokk kvenna þar sem við spilum níu manna bolta þvert á hálfan völlinn og því spilað á tveimur völlum í einu. Við gerum ráð fyrir að mótið standi kl. 9:00-14:30, en það fer eftir skráningu. Hugmyndin er að hvert lið spili sem næst því eins og heilan meistaraflokksleik samanlagt í mínútum talið yfir daginn. Þetta ætti að bjóða upp á skemmtilega leiki þar sem fleiri sendingar eru innan liðs og minna um „langan fram á fljótasta leikmanninn“ eins og oft vill verða í þessum aldursflokki á stórum velli. Hugmyndin er að vinna með rangstöðulínur þar sem leikmaður getur ekki verið rangstæður nema vera kominn inn fyrir þær línur, í staðinn fyrir að miða við miðjulínuna. Þetta ætti að lærast hratt og leikmenn að vera fljótir að tileinka sér þetta. Við notum flatar keilur sem þvælast ekki fyrir. Við notum teigana sem merkt er fyrir í grasinu fyrir mini-boltaleiki. 

Skráning og upplýsingar um mótið: thorkastelpur@gmail.com og joi@thorka.is