Lokahóf meistaraflokks og 2. flokks U20 fór fram í Hamri, félagsheimili Þórs, í gærkvöld. Hófið var með hefbundnum hætti, verðlaunaveitingar, skemmtilegar ræður og heimatilbúin skemmtiatriði, gjafir og að sjálfsögðu góður matur. Frábær stemning þó ekki hafi öll þau sem tengjast þessum flokkum haft tök á að mæta
Þá er löngu og ströngu tímabili lokið og gerði Þór/KA sér glaðan dag í gærkvöldi til að gera upp árið. Viðurkenningar, frábært lokahófsskaup leikmanna, glæsilegur matur og allt eins og best verður á kosið. Stjórn og sjálfboðaliðar aðrir unnu frábærlega að öllu svo leikmenn og þjálfarar gætu endað tímabilið á góðu nótunum. Takk öll fyrir gott kvöld!
Sandra María Jessen var valin besti leikmaður Bestu deildarinnar þetta árið, en það eru leikmenn liðanna í deildinni sem velja. Sandra María fékk verðlaunin, Flugleiðahornið svokallaða, afhent núna fyrir nokkrum mínútum, fyrir leik Þórs/KA og Víkings sem hófst kl. 14.
Þór/KA og Íslandsbanki hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA, og Jón Birgir Guðmundsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, undirrituðu samninginn í Hamri í gær.