Ísfold Marý með U19

Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri kom saman til æfinga 19.-21. nóvember. Þar áttum við einn fulltrúa, Ísfold Marý Sigtryggsdóttur (2004).

Fatta 28 ára að ég er frekar góð í fótbolta

Strax að loknum síðasta leiknum hjá Þór/KA í Íslandsmótinu undir miðjan september óskaði heimasíðuritari eftir því að fá að setjast niður með fyrirliðanum Örnu Sif Ásgrímsdóttur til að gera upp tímabilið og bara almennt að ræða um fótboltann, félagið og hana sjálfa. Af mörgum og mismunandi ástæðum varð dráttur á að úr þessu yrði - en svo gerðist það.

Stefnumótsmeistarar

Um helgina fór fram Stefnumót 3. flokks kvenna og lauk því um miðjan dag í gær. Þór/KA er Stefnumótsmeistari þriðja árið í röð.

Arna Sif ekki áfram hjá Þór/KA

Nú er orðið ljóst að Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið – í bili, að minnsta kosti.

Pappír frá Papco

Þór/KA býður að venju upp á WC-pappír og eldhúsrúllur frá Papco. Pantaðu hjá leikmanni og fáðu sent heim.

Fjórir þjálfarar undirrita samninga

Þór/KA hefur ráðið fjóra þjálfara fyrir 2. og 3. flokk út næsta tímabil, en félagið tekur nú við rekstri 3. flokks sem undanfarin tvö ár hefur verið samstarfsverkefni unglingaráða félaganna.

Þrjár á úrtaksæfingar U16

Þrjár stúlkur úr 3. flokki Þórs/KA/Hamranna hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum U16 ára landsliðsins.

Nýir aðalþjálfarar: Perry og Jón Stefán ráðnir til starfa

Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson hafa verið ráðnir sem þjálfarar Þórs/KA til næstu þriggja ára.

Árið 2021 - tölur og áfangar

Nú eru liðnar rúmar þrjár vikur frá því að keppni lauk í Pepsi Max-deildinni og tímabært að líta til baka yfir nokkrar tölur, fjölda leikja, leikjaáfanga og fleira. Auðvitað allt til gamans gert.

María Gros með fyrsta markið

María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði sitt fyrsta mark sem atvinnumaður með Celtic FC í Skotlandi þegar liðið sigraði Partick Thistle í dag, 6-0.