Besta deildin: Frítt á leik í boði JYSK og Bílaleigu Akureyrar

Frítt verður á leik Þórs/KA og Þróttar í 17. umferð Bestu deildarinnar sem fram fer í Boganum á föstudag og hefst kl. 18. Það eru JYSK og Bílaleiga Akureyrar sem bjóða á leikinn.

Treyjupöntun í boði - tilvalin jólagjöf!

Þór/KA býður nú stuðningsfólki upp á að panta treyjur sem verða komnar til landsins fyrir jól og gætu því til dæmis verið tilvalin jólagjöf fyrir börnin. Skráning er í gangi, með fyrirvara um að við þurfum að ná lágmarksmagni til að geta sent pöntun til verksmiðjunnar.

Besta deildin: Sigu niður um sæti eftir tap í Garðabæ

Garðabæjarferðin hjá Þór/KA á laugardaginn fékk ekki góðan endi. Stjarnan vann leikinn 4-1 eftir að jafnt hafði verið í leikhléinu, 1-1. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði markið fyrir Þór/KA.

Besta deildin: Útileikur gegn Stjörnunni í dag

Þór/KA mætir Stjörnunni í Garðabænum í 16. umferð Bestu deildarinnar í dag. Flautað verður til leiks kl. 16.

Besta deildin: Þór/KA mætir Fram í Boganum í dag

Þór/KA tekur á móti Fram í 15. umferð Bestu deildarinnar í dag. Flautað verður til leiks kl. 17 í Boganum. Athugið að aðalinngangur verður lokaður og ganga áhorfendur inn um miðjudyrnar eins og í fyrstu leikjum sumarsins.

Hulda Ósk Jónsdóttir undirritar nýjan samning

Hulda Ósk Jónsdóttir (1997) hefur undirritað nýjan samning við stjórn Þórs/KA og verður áfram í herbúðum félagsins næstu tvö árin hið minnsta. 

Agnes Birta Stefánsdóttir undirritar nýjan samning

Agnes Birta Stefánsdóttir (1997) hefur undirritað nýjan samning við stjórn Þórs/KA og verður áfram í herbúðum félagsins næstu tvö árin hið minnsta.

Aftur út í atvinnumennsku: Allt er þrítugri Söndru fært!

Sandra María Jessen hefur nú haldið út til Þýskalands á vit nýrra ævintýra, byrjuð að skrifa nýjan kafla í sögu sína sem atvinnumanneskja í knattspyrnu. Hún hefur nú leikið sinn síðasta leik fyrir Þór/KA í bili og tekur slaginn í þýsku Bundesligunni, þrítug og mögulega betri en nokkru sinni fyrr. Hér má líta lauslegt yfirlit um feril Söndru með Þór/KA.

Sandra María Jessen semur við 1. FC Köln

Stjórn Þórs/KA hefur komist að samkomulagi við þýska knattspyrnufélagið 1. FC Köln, sem leikur í Bundesligunni, efstu deild þar í landi, um félagaskipti Söndru Maríu Jessen til þýska liðsins.

Stoltur og ánægður fyrir hennar hönd

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst stoltur og ánægður fyrir hönd Söndru Maríu sem nú er haldin á vit nýrra ævintýra. Jóhann hefur þjálfað Söndru Maríu í átta ár í meistaraflokki, fyrst þegar hann var ráðinn til félagsins haustið 2011 og stýrði liðinu í fimm tímabil og svo aftur frá því að hann kom aftur til starfa hjá Þór/KA haustið 2023.