Sumardagurinn fyrsti: Ársfundur, leikmannakynning, árskortasala

Sumardagurinn fyrsti verður fullur af alls konar hjá okkur í Þór/KA. Ársfundur, leikmannakynning, sala og afhending árskorta, teknar niður pantanir á Þór/KA-treyjunum, stuðningsmannabolum og hárböndum. Við bjóðum ykkur öll velkomin í Hamar, hvort sem það er á annan eða báða viðburðina.

Besta deildin: Tap og vannýtt færi á Hlíðarenda

Þór/KA mætti Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Bestu deildarinnar í gær.

Besta deildin: Fyrsti leikur á sunnudaginn

Keppni í Bestu deildinni hefst á sunnudaginn þegar stelpurnar okkar sækja Íslandsmeistara Vals heim að Hlíðarenda.

Bryndís Eiríksdóttir til liðs við Þór/KA

Þór/KA hefur samið við Bryndísi Eiríksdóttur (2005) og knattspyrnudeild Vals um að Bryndís leiki með Þór/KA í sumar á lánssamningi. Bryndís æfði með Þór/KA um liðna helgi og tók þátt í æfingaleik með liðinu gegn Völsungi.

Kvennakvöldið verður laugardaginn 4. maí í Sjallanum

Hið vinsæla og með hverju árinu vaxandi kvennakvöld sem haldið er sameiginlega af Þór og KA, blaki (KA), handbolta (KA/Þór), knattspyrnu (Þór/KA) og körfubolta (Þór) verður haldið í Sjallanum laugardagskvöldið 4. maí. 

Ein með A-landsliðinu, tvær með U19

Sandra María Jessen, Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir verða næstu daga í eldlínunni með landsliðum Íslands.

U16: Þrenna, tvenna og sigur gegn KF/Dalvík

Sóley Eva Guðjónsdóttir skoraði þrennu og Marsibil Stefánsdóttir tvö mörk sigri Þórs/KA2 í Íslandsmóti 3. flokks, C-riðli, lotu 1, þegar liðið vann 5-1 sigur gegn KF/Dalvík í dag.

Þór/KA semur við bandarískan markvörð

Lengjubikar: Þór/KA fer ekki í úrslitaleikinn

U16: Tveir sigrar í Boganum í dag