12.11.2025
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Örnu Sif Ásgrímsdóttur til næstu tveggja ára. Arna Sif gengur til liðs við félagið frá Val þar sem samningur hennar rennur út 16. nóvember.
11.11.2025
María Catharina Ólafsdóttir Gros var heiðruð af félagi sínu í sænsku úrvalsdeildinni, Linköping FC, fyrir síðasta heimaleik liðsins í deildinni í gær. Hún var valin rísandi stjarna félagsins, eða besti nýliðinn, á tímabilinu sem nú er rétt ólokið. María hlaut að launum tíu þúsund sænskar krónur.
10.11.2025
Emma Júlía Cariglia úr Þór/KA hefur verið valin í landsliðshóp U15 sem tekur þátt í UEFA Development Torunament á Englandi 20.-26. nóvember.
29.10.2025
María Catharina Ólafsdóttir Gros er nýliði í A-landsliðshópnum, valin í hópinn í fyrsta skipti fyrir leikina tvo gegn Norður-Írlandi. Fyrsta innkoman verður að bíða betri tíma því María kom ekki við sögu í leikjunum tveimur, en áður en hún hélt til móts við landsliðið heyrðum við í henni hljóðið um landsliðsvalið, ferilinn og fótboltann í þremur löndum og stöðu liðsins hennar í harðri baráttu við að forðast fall úr sænsku úrvalsdeildinni.
28.10.2025
Sandra María Jessen hefur stimplað sig rækilega inn í þýska fótboltann að nýju á nokkrum vikum hjá nýju félagi, hefur verið í byrjunarliði í öllum leikjum liðsins til þessa og er byrjuð að raða inn mörkunum eins og sú Sandra sem við þekkjum. Köln hefur tekið vel á móti henni enda má segja að hún tengist borginni fjölskylduböndum.
26.10.2025
Bríet Fjóla Bjarnadóttir hefur verið valin í landsliðshóp U17 sem fer til Slóveníu í nóvember til þátttöku í fyrstu umferð undankeppni EM 2025. Vikuna fyrir verkefnið með U17 landsliðinu verður hún við æfingar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping.
22.10.2025
Stjórn Þórs/KA hefur komist að samkomulagi við Húsvíkinginn Aðalstein Jóhann Friðriksson um að taka við starfi aðalþjálfara meistaraflokks félagsins og feta þannig í fótspor annars Húsvíkings og nafna, Jóhanns Kristins Gunnarssonar, sem hefur látið af störfum eins og fram hefur komið í fréttum.
17.10.2025
Núna í haust hafa stelpur úr okkar hópi verið valdar í æfingahópa yngri landsliðanna. Sumar hafa nú þegar æft með sínum hópi, en aðrar á leið á næstu dögum og vikum.
15.10.2025
Jóhann Kristinn Gunnarsson, sem verið hefur þjálfari meistaraflokks Þórs/KA undanfarin þrjú ár og samtals í átta ár, tilkynnti stjórn Þórs/KA á fundi í hádeginu að hann vildi stíga til hliðar og mun því ekki endurnýja samning sinn við félagið.
14.10.2025
Sandra María Jessen og María Catharina Ólafsdóttir Gros eru báðar í landsliðshópi Íslands fyrir umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA gegn Norður-Írlandi sem fram fara síðar í mánuðinum.