17.10.2025
Núna í haust hafa stelpur úr okkar hópi verið valdar í æfingahópa yngri landsliðanna. Sumar hafa nú þegar æft með sínum hópi, en aðrar á leið á næstu dögum og vikum.
15.10.2025
Jóhann Kristinn Gunnarsson, sem verið hefur þjálfari meistaraflokks Þórs/KA undanfarin þrjú ár og samtals í átta ár, tilkynnti stjórn Þórs/KA á fundi í hádeginu að hann vildi stíga til hliðar og mun því ekki endurnýja samning sinn við félagið.
14.10.2025
Sandra María Jessen og María Catharina Ólafsdóttir Gros eru báðar í landsliðshópi Íslands fyrir umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA gegn Norður-Írlandi sem fram fara síðar í mánuðinum.
14.10.2025
Hildur Anna Birgisdóttir hefur verið valin í æfingahóp U19 landsliðs Íslands sem kemur saman til æfinga 21.-23. október.
12.10.2025
Þór/KA hélt lokahóf sitt á föstudagskvöld þar sem leikmenn, þjálfarar, stjórn og sjálfboðaliðar komu saman og fögnuðu lífinu. Hófið var með hefðbundnum hætti, ljúffengum mat, skemmtiatriðum og verðlaunaafhendingum.
12.10.2025
Kollubikarinn var veittur í tíunda sinn á lokahófi Þórs/KA síðastliðið fimmtudagskvöld. Gripurinn er veittur í minningu Kolbrúnar Jónsdóttur, fyrrum leikmanns og stjórnarkonu í Þór/KA. Stjórn Þórs/KA ákveður hver hlýtur Kollubikarinn ásamt dæmtrum Kolbrúnar, þeim Ágústu og Örnu Kristinsdætrum.
12.10.2025
Jafntefli varð niðurstaðan í lokaleik liðsins í Bestu deildinni þegar Þór/KA tók á móti Fram í Boganum á fimmtudagskvöld. Liðið endar því tímabilið í 7. sæti deildarinnar.
09.10.2025
Þór/KA tekur í dag á móti Fram í síðasta leik sínum í Bestu deildinni á þessu tímabili. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18. Frítt er á leikinn.
05.10.2025
Þór/KA vann annan sigur sinn í röð þegar haldið var austur á Reyðarfjörð í gær í síðasta útileik tímabilsins. Lokatölur urðu 3-2 og komu kornungar knattspyrnukonur þar meðal annars við sögu.
04.10.2025
Þór/KA spilar síðasta útileik sinn á þessu tímabili í dag þegar liðið heldur austur á Reyðarfjörð og mætir FHL í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 16:30. Leiktíma hefur verið breytt frá upphaflegri tímasetningu..