Í lok tímabilsins 2024 – Jóhann Kristinn Gunnarsson skrifar

Þá er löngu og ströngu tímabili lokið og gerði Þór/KA sér glaðan dag í gærkvöldi til að gera upp árið. Viðurkenningar, frábært lokahófsskaup leikmanna, glæsilegur matur og allt eins og best verður á kosið. Stjórn og sjálfboðaliðar aðrir unnu frábærlega að öllu svo leikmenn og þjálfarar gætu endað tímabilið á góðu nótunum. Takk öll fyrir gott kvöld!

Besta deildin: Sandra María valin besti leikmaðurinn

Sandra María Jessen var valin besti leikmaður Bestu deildarinnar þetta árið, en það eru leikmenn liðanna í deildinni sem velja. Sandra María fékk verðlaunin, Flugleiðahornið svokallaða, afhent núna fyrir nokkrum mínútum, fyrir leik Þórs/KA og Víkings sem hófst kl. 14.

Sex leikmenn undirrita nýja samninga

Sex leikmenn meistaraflokks hafa endurnýjað samninga sína við Þór/KA til næstu tveggja ára og von á fleiri undirskriftum á næstu dögum. 

Þór/KA og Íslandsbanki endurnýja samstarfssamning

Þór/KA og Íslandsbanki hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA, og Jón Birgir Guðmundsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, undirrituðu samninginn í Hamri í gær.

Besta deildin: Lokaleikur tímabilsins á laugardag kl. 14

Þór/KA tekur á móti liði Víkings á Greifavellinum kl. 14 á morgun, laugardaginn 5. október, í lokaumferð efri hluta Bestu deildarinnar.

Besta deildin: Markalaust í Laugardalnum

Þór/KA og Þróttur skildu jöfn í markalausum leik í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar, efri hluta, þegar liðin mættust í Laugardalnum í gær. 

Besta deildin: Þór/KA sækir Þrótt heim í dag

Þór/KA leikur í dag næstsíðasta leik sinn í Bestu deildinni, efri hlutanum, þegar stelpurnar fara í Laugardalinn og mæta liði Þróttar á AVIS-vellinum. Leikurinn hefst kl. 14.

Þór/KA2 deildarmeistari í B-riðli 3. flokks

Þór/KA teflir fram tveimur A-liðum í 3. flokki á tímabilinu sem er um það bil að ljúka. Þór/KA 2 (A2) hefur því að mestu átt í höggi við A-lið annarra félaga, en stelpurnar hafa ekki látið það halda aftur af sér. Í dag urðu þær deildarmeistarar, unnu B-riðilinn í lotu 3 eftir 4-2 sigur gegn RKVN í Boganum.

2. fl. U20: Bikarmeistarar eftir sigur á Selfyssingum

Þór/KA/Völsungur/THK varð í dag bikarmeistari í 2. flokki U20 þegar liðið sigraði Selfyssinga 4-1 á Greifavellinum. Tvöfaldir meistarar í ár, Íslands- og bikarmeistaratitlar í höfn.

Úrslitaleikur bikarkeppni 2. flokks í dag

Þór/KA/Völsungur/THK tekur á móti liði Selfoss í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í 2. flokki U20 í dag kl. 17. Leikurinn fer fram á Greifavellinum.