A-landsliðið: Sandra María með gegn Noregi og Frakklandi

Mjólkurbikarinn: Áfram eftir sex marka sigur

Þór/KA fór örugglega áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarkeppninnar með 6-0 sigri á liði KR í Boganum í Gær. Sandra María skoraði tvö, Hulda Ósk átti þrjá stoðsendingar.

3. flokkur U16: Efstar og neðstar í A-riðlinum, efstar í keppni B-liða

Öll þrjú liðin okkar í 3. flokki spiluðu heimaleik um helgina. Lotu 1 í A-riðli er lokið. Þór/KA/KF/Dalvík vann lotuna með fullu húsi, 21 stigi úr sjö leikjum. Þór/KA2 átti erfiðara uppdráttar og spilar í B-riðli í lotu 2.

Besta deildin: Markaveisla og þrjú stig heim að austan

Þór/KA og FHL buðu upp á markaveislu þegar liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í 5. umferð Bestu deildarinnar í gær. Þór/KA vann leikinn, 5-2. Sandra María Jessen opnaði markasumarið hjá sjálfri sér og skoraði þrennu. Þór/KA er með níu stig eftir fimm umferðir.

Besta deildin: Þór/KA sækir FHL heim í dag

Þór/KA mætir liði FHL í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í dag kl. 18 í 5. umferð Bestu deildarinnar.

Besta deildin: Tap á heimavelli gegn FH

Þór/KA tapaði fyrir FH á heimavelli í 4. umferð Bestu deildarinnar í gær, 0-3. Þór/KA er í 5. sæti deildarinnar með sex stig úr fyrstu fjórum leikjunum.

Besta deildin: Þór/KA og FH mætast í Boganum

Fjórða umferð Bestu deildarinnar er að hefjast og í dag tekur Þór/KA á móti FH í Boganum. Leikurinn hefst kl. 14:30.

Bríet Fjóla skoraði tvö með U16 landsliðinu

Bríet Fjóla Bjarnadóttir skoraði tvö mörk í sigri Íslands á Eistlandi á UEFA þróunarmóti sem fram fer í Eistlandi. Fyrra markið kom eftir 75 sekúndna leik.

Þór/KA fær Henríettu Ágústsdóttur frá Stjörnunni

Stjórn Þórs/KA hefur samið við knattspyrnudeild Stjörnunnar og fær Henríettu Ágústsdóttur (2005) á lánssamningi út tímabilið. Henríetta hefur nú þegar fengið félagaskipti í Þór/KA og leikheimild frá og með 30. apríl. 

Besta deildin: Tap að Hlíðarenda

Valur hafði betur í viðureign sinni við Þór/KA í 3. umferð Bestu deildarinnar þegar liðin mættust að Hlíðarenda í gær. Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn, en Valur skoraði þrisvar í þeim seinni.