26.11.2025
Emma Júlía Cariglia hefur undanfarna daga verið með U15 landsliði Íslands á UEFA Development Tournament í Englandi. Liðið vann einn leik og tapaði tveimur, endaði í 3. sæti. Emma var í byrjunarliðinu í tveimur af þessum þremur leikjum.
17.11.2025
Vissir þú að með því að styrkja Þór/KA getur þú fengið skattaafslátt? Skoðaðu dæmið. Lágmarksupphæð styrks til að fá lækkun á tekjuskattsstofni er 10.000 krónur, en hámark 350.000 krónur - eða 700.000 krónur hjá hjónum.
12.11.2025
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Örnu Sif Ásgrímsdóttur til næstu tveggja ára. Arna Sif gengur til liðs við félagið frá Val þar sem samningur hennar rennur út 16. nóvember.
11.11.2025
María Catharina Ólafsdóttir Gros var heiðruð af félagi sínu í sænsku úrvalsdeildinni, Linköping FC, fyrir síðasta heimaleik liðsins í deildinni í gær. Hún var valin rísandi stjarna félagsins, eða besti nýliðinn, á tímabilinu sem nú er rétt ólokið. María hlaut að launum tíu þúsund sænskar krónur.
10.11.2025
Emma Júlía Cariglia úr Þór/KA hefur verið valin í landsliðshóp U15 sem tekur þátt í UEFA Development Torunament á Englandi 20.-26. nóvember.