Ísland U15: Einn sigur og tvö töp í Englandi

Byrjunarliðið í sigurleiknum gegn Tyrklandi í dag. Emma Júlía er nr. 19, lengst til hægri í fremri r…
Byrjunarliðið í sigurleiknum gegn Tyrklandi í dag. Emma Júlía er nr. 19, lengst til hægri í fremri röð. Mynd: KSÍ.
- - -

Emma Júlía Cariglia hefur undanfarna daga verið með U15 landsliði Íslands á UEFA Development Tournament í Englandi. Liðið vann einn leik og tapaði tveimur, endaði í 3. sæti. Emma var í byrjunarliðinu í tveimur af þessum þremur leikjum.

Fyrsti leikurinn var á móti gestgjöfunum, Englendingum, og tapaðist sá leikur 1-2. Næstu mótherjar voru Þjóðverjar og aftur tapaði íslenska liðið með einu marki, 0-1. Í dag var komið að sigurleik þegar Ísland mætti Tyrklandi í lokaleik sínu, úrslitin 2-1.

Emma var í byrjunarliðinu á móti Englandi og spilaði 82 mínútur, síðan varamaður á móti Þýskalandi og spilaði síðasta stundarfjórðunginn, og svo aftur í byrjunarliðinu í sigurleiknum gegn Tyrkjum í dag. 

Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í fyrsta leik. Emma Júlía er nr. 19, þriðja frá vinstri í aftari röð. Mynd: KSÍ.