Besta deildin: Þór/KA mætir Fram í Boganum í dag

Þór/KA tekur á móti Fram í 15. umferð Bestu deildarinnar í dag. Flautað verður til leiks kl. 17 í Boganum. Athugið að aðalinngangur verður lokaður og ganga áhorfendur inn um miðjudyrnar eins og í fyrstu leikjum sumarsins.

Hulda Ósk Jónsdóttir undirritar nýjan samning

Hulda Ósk Jónsdóttir (1997) hefur undirritað nýjan samning við stjórn Þórs/KA og verður áfram í herbúðum félagsins næstu tvö árin hið minnsta. 

Agnes Birta Stefánsdóttir undirritar nýjan samning

Agnes Birta Stefánsdóttir (1997) hefur undirritað nýjan samning við stjórn Þórs/KA og verður áfram í herbúðum félagsins næstu tvö árin hið minnsta.

Aftur út í atvinnumennsku: Allt er þrítugri Söndru fært!

Sandra María Jessen hefur nú haldið út til Þýskalands á vit nýrra ævintýra, byrjuð að skrifa nýjan kafla í sögu sína sem atvinnumanneskja í knattspyrnu. Hún hefur nú leikið sinn síðasta leik fyrir Þór/KA í bili og tekur slaginn í þýsku Bundesligunni, þrítug og mögulega betri en nokkru sinni fyrr. Hér má líta lauslegt yfirlit um feril Söndru með Þór/KA.

Stoltur og ánægður fyrir hennar hönd

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst stoltur og ánægður fyrir hönd Söndru Maríu sem nú er haldin á vit nýrra ævintýra. Jóhann hefur þjálfað Söndru Maríu í átta ár í meistaraflokki, fyrst þegar hann var ráðinn til félagsins haustið 2011 og stýrði liðinu í fimm tímabil og svo aftur frá því að hann kom aftur til starfa hjá Þór/KA haustið 2023. 

Sandra María Jessen semur við 1. FC Köln

Stjórn Þórs/KA hefur komist að samkomulagi við þýska knattspyrnufélagið 1. FC Köln, sem leikur í Bundesligunni, efstu deild þar í landi, um félagaskipti Söndru Maríu Jessen til þýska liðsins.

Fjórar með U17 og fimm með U16

Níu ungar knattspyrnukonur úr okkar röðum hafa verið valdar til æfinga með U17 og U16 landsliðum Íslands, en hóparnir koma saman 8.-10. september á heimavelli Þróttar í Laugardalnum.

Besta deildin: Bráðfjörugt í Boganum

Þrjú stig í pokann í gær. Lokatölur 4-0 í leik okkar gegn FHL í 14. umferð Bestu deildarinnar.

Besta deildin: Þór/KA tekur á móti FHL í dag

Þór/KA tekur á móti FHL í 14. umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fer fram í Boganum og verður flautað til leiks kl. 18. 

Margrét Árnadóttir: 200 leikir fyrir Þór/KA

Margrét Árnadóttir spilaði á þriðudaginn sinn 200. meistaraflokksleik með Þór/KA þegar liðið mætti FH í Kaplakrika í Bestu deildinni. Fyrstu meistaraflokksleikina spilaði hún 2016 og er því á sínu 10. tímabili hjá félaginu. Auk leikjanna 200 fyrir Þór/KA var hún um tíma í bandaríska háskólaboltanum og í efstu deild Ítalíu seinni hluta tímabilsins 2021-22.