30.08.2025
Þór/KA tekur á móti Fram í 15. umferð Bestu deildarinnar í dag. Flautað verður til leiks kl. 17 í Boganum. Athugið að aðalinngangur verður lokaður og ganga áhorfendur inn um miðjudyrnar eins og í fyrstu leikjum sumarsins.
29.08.2025
Hulda Ósk Jónsdóttir (1997) hefur undirritað nýjan samning við stjórn Þórs/KA og verður áfram í herbúðum félagsins næstu tvö árin hið minnsta.
29.08.2025
Agnes Birta Stefánsdóttir (1997) hefur undirritað nýjan samning við stjórn Þórs/KA og verður áfram í herbúðum félagsins næstu tvö árin hið minnsta.
29.08.2025
Sandra María Jessen hefur nú haldið út til Þýskalands á vit nýrra ævintýra, byrjuð að skrifa nýjan kafla í sögu sína sem atvinnumanneskja í knattspyrnu. Hún hefur nú leikið sinn síðasta leik fyrir Þór/KA í bili og tekur slaginn í þýsku Bundesligunni, þrítug og mögulega betri en nokkru sinni fyrr. Hér má líta lauslegt yfirlit um feril Söndru með Þór/KA.
29.08.2025
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst stoltur og ánægður fyrir hönd Söndru Maríu sem nú er haldin á vit nýrra ævintýra. Jóhann hefur þjálfað Söndru Maríu í átta ár í meistaraflokki, fyrst þegar hann var ráðinn til félagsins haustið 2011 og stýrði liðinu í fimm tímabil og svo aftur frá því að hann kom aftur til starfa hjá Þór/KA haustið 2023.
29.08.2025
Stjórn Þórs/KA hefur komist að samkomulagi við þýska knattspyrnufélagið 1. FC Köln, sem leikur í Bundesligunni, efstu deild þar í landi, um félagaskipti Söndru Maríu Jessen til þýska liðsins.
27.08.2025
Níu ungar knattspyrnukonur úr okkar röðum hafa verið valdar til æfinga með U17 og U16 landsliðum Íslands, en hóparnir koma saman 8.-10. september á heimavelli Þróttar í Laugardalnum.
22.08.2025
Þrjú stig í pokann í gær. Lokatölur 4-0 í leik okkar gegn FHL í 14. umferð Bestu deildarinnar.
21.08.2025
Þór/KA tekur á móti FHL í 14. umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fer fram í Boganum og verður flautað til leiks kl. 18.
13.08.2025
Margrét Árnadóttir spilaði á þriðudaginn sinn 200. meistaraflokksleik með Þór/KA þegar liðið mætti FH í Kaplakrika í Bestu deildinni. Fyrstu meistaraflokksleikina spilaði hún 2016 og er því á sínu 10. tímabili hjá félaginu. Auk leikjanna 200 fyrir Þór/KA var hún um tíma í bandaríska háskólaboltanum og í efstu deild Ítalíu seinni hluta tímabilsins 2021-22.