Besta deildin: Þór/KA tekur á móti FHL í dag

Þór/KA tekur á móti FHL í 14. umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fer fram í Boganum og verður flautað til leiks kl. 18. 

Að loknum 13 umferðum er Þór/KA í 5. sæti deildarinnar. FHL náði sér í sín fyrstu stig í deildinni með 3-2 sigri á Fram á heimavelli. Þór/KA mætti FH á útivelli í 13. umferðinni í miklum markaleik sem FH vann 5-3. Fyrri leikur liðanna í deildinni í sumar, sem fram fór í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði, var fjörugur og endaði með 5-2 sigri Þórs/KA. Sandra María Jessen skoraði þrennu í þeim leik. Karen María Sigurgeirsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir skoruðu eitt mark hvor. 

Eins og alltaf skiptir það máli að fá sem flest af okkar stuðningsfólki í Bogann og að við hvetjum okkar lið með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Saman getum við náð hærra og stuðningur úr stúkunni skiptir máli. Fjölmennum í Bogann og styðjum stelpurnar okkar!