Úrslitaleikur Lengjubikarsins í dag

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikarsins fer fram í dag þegar Þór/KA og Stjarnan mætast í Garðabænum. Leikurinn hefst kl. 16.

Kimberley Dóra kölluð inn í U19 landsliðshópinn

Þrjár úr Þór/KA á leið með U19 til Danmerkur í byrjun apríl.

Staðfest niðurröðun leikja í Bestu deildinni

KSÍ hefur gefið út staðfesta niðurröðun leikja í Bestu deild kvenna. Þór/KA hefur leik á útivelli gegn Stjörnunni miðvikudaginn 26. apríl.

Fjórar frá Þór/KA á æfingum yngri landsliða

Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir og Rebekka Sunna Brynjarsdóttir æfa þessa dagana með U15 og U16 landsliðum Íslands.

Þór/KA semur við bandarískan markvörð

Melissa Anne Lowder hefur skrifað undir samning við Þór/KA um að leika með liðinu út komandi tímabil.

„Ofboðslega stolt, en geri kröfur á að gera enn betur“

Sandra María Jessen hefur verið valin í A-landsliðshópinn á nýjan leik fyrir tvo æfingaleiki í apríl. Heimasíðuritari heyrði í Söndru og fékk viðbrögð hennar við valinu.

Sandra María valin í A-landsliðið

Sandra María Jessen er í landsliðshópnum sem Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti í morgun fyrir tvo leiki í fyrri hluta apríl.

Þór/KA í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir sigur á Blikum

Þór/KA sigraði Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld, 2-1, og tryggði sér sæti í úrslitaleik keppninnar þar sem andstæðingurinn verður annaðhvort Þróttur eða Stjarnan.

Ísfold Marý og Jakobína með U19 til Danmerkur

U19 landslið kvenna mætir Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu í milliriðli undankeppni EM 2023 í byrjun apríl.

U17: Ísland mætir Albaníu, Krista Dís byrjar

Ísland mætir liði Albaníu í seinni leik sínum í riðlakeppni í B-deild undankeppni EM í dag kl. 10:30.