Ísfold Marý og Jakobína með U19 til Danmerkur

Jakobína Hjörvarsdóttir og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir.
Jakobína Hjörvarsdóttir og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir.

U19 landslið kvenna mætir Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu í milliriðli undankeppni EM 2023 í byrjun apríl.

Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 landsliðsins, hefur valið leikmannahópinn fyrir þetta verkefni og þar eigum við tvo fulltrúa, þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttur og Jakobínu Hjörvarsdóttur.

Hópurinn heldur utan mánudaginn 3. apríl. Íslenska liðið mætir því danska í fyrsta leik þann 5. apríl, síðan sænska liðinu 8. apríl og loks því úkraínska 11. apríl. Aðeins sigurlið riðilsins fer í lokakeppni EM sem fram fer í júlí.

Hópurinn - frétt á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.

Byrjunarlið U19 í leik 21. febrúar. Jakobína er nr. 3 og Ísfold Marý nr. 14. Myndin er af vef KSÍ.