01.01.2026
Þór/KA óskar ykkur öllum gæfuríks árs. Bestu þakkir til ykkar allra fyrir allt á liðnu ári. Leikmenn og fjölskyldur, sjálfboðaliðar í stjórn og öðru starfi, þjálfarar og annað starfsfólk, stuðningsfólk, samstarfsfyrirtæki, keppinautar, dómarar og öll sem gerðu okkur kleift að gera það sem við elskum, að spila fótbolta, kærar þakkir fyrir ykkar framlag til félagsins á árinu sem er að líða og í gegnum tíðina.
11.12.2025
Sandra María Jessen heldur áfram að standa sig frábærlega með 1. FC Köln í Þýskalandi. Hún skoraði þrennu í 4-1 útisigri liðsins á HSV á mánudagskvöld. Eftir því sem næst verður komist var leikurinn á mánudaginn 250. leikur Söndru Maríu í efstu deild, samanlagt á Íslandi, Í Þýskalandi og Tékklandi.
07.12.2025
Þór/KA sendir tvö lið til þátttöku í Kjarnafæðimótinu þetta árið, eins og oftast áður. Lið 1 hóf leik á föstudag þegar stelpurnar mættu liði Dalvíkur í Boganum. Lokatölur urðu 8-1.
05.12.2025
Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðanum. Í öllu íþróttastarfi eru sjálfboðaliðar ómissandi og ómetanlegir. Framlag þeirra heldur uppi íþróttastarfinu í landinu, jafnt hjá Þór/KA sem og hjá öðrum félögum og í hinum ýmsu íþróttagreinum.
04.12.2025
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Höllu Bríeti Kristjánsdóttur til næstu tveggja ára.