Gleðilegt ár!

Óskum stuðningsfólki okkar og samstarfsfyrirtækjum farsældar á komandi ári og þökkum allt það góða á árinu sem er að líða.

Kvennaboltinn - Við erum Þór/KA

Rafrænt rit með yfirliti um ýmislegt sem dreif á daga hjá Þór/KA á árinu 2022 er komið út.

3. flokkur og Ísfold tilnefnd til verðlauna hjá KA

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er ein af þeim sem tilnefnd eru sem handhafi Böggubikarsins og lið 3. flokks Þórs/KA í knattspyrnu eitt þeirra liða sem koma til greina sem lið ársins hjá K.A.

Sandra Sigurðardóttir á meðal efstu í kjöri íþróttamanns ársins

Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður Vals í knattspyrnu, er ein af 11 einstaklingum sem kynntir hafa verið og urðu efst í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins, en kjörinu verður lýst í Hörpu og í beinni útesndingu sjónvarpsins í kvöld. Sandra var leikmaður Þórs/KA/KS á árunum 2001-2004.

Jólakveðja frá Þór/KA

Bestu þakkir til ykkar allra sem studduð okkur og störfuðuð með okkur á árinu. Stelpurnar, starfsfólkið, stjórnin og við öll óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

5-0 sigur gegn Tindastóli

Þór/KA vann öruggan sigur á liði Tindastóls í fyrsta leik liðsins í Kjarnafæðismótinu í kvöld.

Leikur í Kjarnafæðismótinu í kvöld

Þór/KA og Tindastóll mætast í Boganum í kvöld kl. 18:15.

Öruggur sigur hjá Þór/KA2

Amalía Árnadóttir skoraði þrennu í 11-0 sigri þegar Þór/KA2 mætti liði FHL í fyrstu umferð Kjarnafæðismótsins í dag.

Þór/KA2 hefur leik í Kjarnafæðimótinu í dag

Fyrsti leikur í kvennadeild Kjarnafæðimótsins 2023 verður í dag þegar Þór/KA2 mætir liði FHL í Boganum kl. 15.

Ellefu leikmenn með landsleiki á árinu

Ellefu leikmenn úr leikmannahópnum hjá Þór/KA spiluðu landsleiki á árinu, allar með yngri landsliðunum.