Þrjár frá Þór/KA á U16-æfingum

Karlotta Björk Andradóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir og Tinna Sverrisdóttir æfa með U16 landsliðinu þessa dagana.

Jóhann Kristinn snýr aftur!

Stjórn Þórs/KA hefur ráðið Jóhann Kristin Gunnarsson sem aðalþjálfara Þórs/KA næstu þrjú árin. Ágústa Kristinsdóttir verður yfirþjálfari yngri flokka og Hannes Bjarni Hannesson sjúkra- og styrktarþjálfari.

U17 hefur lokið keppni

Lokaleikurinn hjá U17 landsliðinu varð að markaveislu þar sem íslenska liðið komst í 3-1, en lokatölur urðu 4-6 tap.

Árið 2022 - fróðleiksmolar, tölur og myndir

Keppni í Bestu deild kvenna lauk laugardaginn 1. október og stelpurnar í Þór/KA því komnar í frí. Við litum aðeins um öxl og söfnuðum saman nokkrum fróðleiksmolum og tölum frá árinu og skreytum með fáeinum myndum.

Fjórar í æfingahóp U19

órar frá Þór/KA í U19 æfingahópi U19 landsliðið kemur saman til æfinga 17.-19. október, til undirbúnings fyrir þátttöku í undankeppni EM, en riðill Íslands verður spilaður í Litháen dagana 6.-14. nóvember. Fjórar úr Þór/KA hafa verið valdar í æfingahópinn sem kemur saman síðar í mánuðinum, þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Aðeins eitt annað félag á fjóra leikmenn í þessum hópi, en það eru Íslandsmeistarar Vals. Þjálfari U19 landsliðsins er Margrét Magnúsdóttir.

Jón Stefán og Perry ekki áfram hjá Þór/KA

Stjórn Þórs/KA hefur ákveðið að hvorugur aðalþjálfara meistaraflokks félagsins haldi áfram. Þessi niðurstaða var tilkynnt þjálfurunum í gærkvöld.

Hulda Björg fékk Kollubikarinn

Kollubikarinn - sem veittur er í minningu Kolbrúnar Jónsdóttur - var afhentur í sjöunda sinn á lokahófi Þórs/KA á laugardagskvöldið. Hulda Björg Hannesdóttir fyrirliði er handhafi Kollubikarsins 2022.

Margrét best, Kimberley Dóra efnilegust

Lokahóf meistaraflokks og 2. flokks Þórs/KA fór fram í Hamri á laugardagskvöldið og heppnaðist frábærlega. Stemningin var einstök eins og búast mátti við frá þessum skemmtilega og magnaða hópi leikmanna sem tilheyra Þór/KA-fjölskyldunni.

Tap gegn Stjörnunni – lokaleikurinn á laugardag

Þór/KA fékk skell í Boganum í frestuðum leik á mánudag. Mismikið undir hjá liðunum. Stelpurnar mæta KR-ingum á útivelli í lokaumferðinni á laugardag kl. 14.

Leikdagur: Þór/KA - Stjarnan

Loksins! Það er komið að síðasta heimaleiknum okkar í sumar, mætum liði Stjörnunnar í Boganum í dag, mánudaginn 26. september, kl. 17:30. Frítt inn.