Fjórar í æfingahóp U19

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Unnur Stefánsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmars…
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Unnur Stefánsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir.

 

U19 landsliðið kemur saman til æfinga 17.-19. október, til undirbúnings fyrir þátttöku í undankeppni EM, en riðill Íslands verður spilaður í Litháen dagana 6.-14. nóvember.

Fjórar úr Þór/KA hafa verið valdar í æfingahópinn sem kemur saman síðar í mánuðinum, þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Aðeins eitt annað félag á fjóra leikmenn í þessum hópi, en það eru Íslandsmeistarar Vals.

Þjálfari U19 landsliðsins er Margrét Magnúsdóttir.

Hér eru á ferðinni verðugir fulltrúar okkar félags og eiga þetta val fyllilega skilið eftir frammistöðuna í sumar. Við óskum þeim til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á æfingunum - og vonum auðvitað að þær verði valdar áfram og fari með liðinu til Litháen.