29.10.2025
María Catharina Ólafsdóttir Gros er nýliði í A-landsliðshópnum, valin í hópinn í fyrsta skipti fyrir leikina tvo gegn Norður-Írlandi. Fyrsta innkoman verður að bíða betri tíma því María kom ekki við sögu í leikjunum tveimur, en áður en hún hélt til móts við landsliðið heyrðum við í henni hljóðið um landsliðsvalið, ferilinn og fótboltann í þremur löndum og stöðu liðsins hennar í harðri baráttu við að forðast fall úr sænsku úrvalsdeildinni.
28.10.2025
Sandra María Jessen hefur stimplað sig rækilega inn í þýska fótboltann að nýju á nokkrum vikum hjá nýju félagi, hefur verið í byrjunarliði í öllum leikjum liðsins til þessa og er byrjuð að raða inn mörkunum eins og sú Sandra sem við þekkjum. Köln hefur tekið vel á móti henni enda má segja að hún tengist borginni fjölskylduböndum.
26.10.2025
Bríet Fjóla Bjarnadóttir hefur verið valin í landsliðshóp U17 sem fer til Slóveníu í nóvember til þátttöku í fyrstu umferð undankeppni EM 2025. Vikuna fyrir verkefnið með U17 landsliðinu verður hún við æfingar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping.
22.10.2025
Stjórn Þórs/KA hefur komist að samkomulagi við Húsvíkinginn Aðalstein Jóhann Friðriksson um að taka við starfi aðalþjálfara meistaraflokks félagsins og feta þannig í fótspor annars Húsvíkings og nafna, Jóhanns Kristins Gunnarssonar, sem hefur látið af störfum eins og fram hefur komið í fréttum.
17.10.2025
Núna í haust hafa stelpur úr okkar hópi verið valdar í æfingahópa yngri landsliðanna. Sumar hafa nú þegar æft með sínum hópi, en aðrar á leið á næstu dögum og vikum.
15.10.2025
Jóhann Kristinn Gunnarsson, sem verið hefur þjálfari meistaraflokks Þórs/KA undanfarin þrjú ár og samtals í átta ár, tilkynnti stjórn Þórs/KA á fundi í hádeginu að hann vildi stíga til hliðar og mun því ekki endurnýja samning sinn við félagið.
14.10.2025
Sandra María Jessen og María Catharina Ólafsdóttir Gros eru báðar í landsliðshópi Íslands fyrir umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA gegn Norður-Írlandi sem fram fara síðar í mánuðinum.
14.10.2025
Hildur Anna Birgisdóttir hefur verið valin í æfingahóp U19 landsliðs Íslands sem kemur saman til æfinga 21.-23. október.
12.10.2025
Þór/KA hélt lokahóf sitt á föstudagskvöld þar sem leikmenn, þjálfarar, stjórn og sjálfboðaliðar komu saman og fögnuðu lífinu. Hófið var með hefðbundnum hætti, ljúffengum mat, skemmtiatriðum og verðlaunaafhendingum.
12.10.2025
Kollubikarinn var veittur í tíunda sinn á lokahófi Þórs/KA síðastliðið fimmtudagskvöld. Gripurinn er veittur í minningu Kolbrúnar Jónsdóttur, fyrrum leikmanns og stjórnarkonu í Þór/KA. Stjórn Þórs/KA ákveður hver hlýtur Kollubikarinn ásamt dæmtrum Kolbrúnar, þeim Ágústu og Örnu Kristinsdætrum.