Fjárframlag veitir skattaafslátt

Vissir þú að með því að styrkja Þór/KA getur þú fengið skattaafslátt? Skoðaðu dæmið. Lágmarksupphæð styrks til að fá lækkun á tekjuskattsstofni er 10.000 krónur, en hámark 350.000 krónur - eða 700.000 krónur hjá hjónum.

Á vef ríkisskattstjóra – skatturinn.is – má finna upplýsingar um skattafrádrátt vegna gjafa/framlaga til almannaheillafélaga. Ríkisskattstjóri birtir þar lista yfir viðurkennda móttakendur, en almannaheillafélög (þar á meðal íþróttafélög) þurfa sjálf að sækja um að vera á þessum lista og endurnýja þá umsókn árlega. Þór/KA kvennabolti er á þessum lista. Framlag til félagsins getur því veitt einstaklingum skattaafslátt.

Þetta er í raun mjög einfalt. Ef þú ákveður að styrkja félagið og nýta styrkinn jafnframt til lækkunar á tekjuskattsstofni er best að millifæra þá upphæð sem þú ákveður og senda kvittun í tölvupósti merkta Almannaheillastyrkur á netfangið anna hjá thorsport.is eða óska eftir því að fá reikning í heimabanka. Til að tryggja að þetta skili sér er mikilvægt að láta vita af styrk og óska eftir að upplýsingarnar fari til skattsins. Félagið skilar upplýsingum til skattsins og frádráttur frá tekjuskattsstofni er áritaður fyrirfram inn á framtalið, í reit 155 í klafla 2.6. á tekjusíðu framtals.

Þegar fólk ákveður að styrkja Þór/KA er hægt að velja um að millfæra beint inn á reikning félagsins – 0565-26-571, kt. 690317-1090 – eða fá reikning í heimabanka. 

Lágmarksupphæð styrks til að nýta slíkan frádrátt er 10.000 krónur, en að hámarki getur einstaklingur fengið lækkun á tekjuskattsstofni upp á 350.000 krónur, og hjón upp á 700.000 krónur. Ofanritað á við um einstaklinga, en rekstraraðilar geta einnig styrkt félagið og nýtt sér skattafrádrátt, sem getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt.