26.09.2025
Með 3-0 sigri á Tindastóli í Boganum í gær tryggði liðið okkar sér áframhaldandi sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili.
25.09.2025
Í kvöld er komið að fyrsta leik liðsins í Bestu deildinni eftir tvískiptingu. Við byrjum á heimaleik gegn Tindastóli, flautað til leiks kl. 19:15 í Boganum. Frítt verður á leikinn, hamborgarar í Hamri og í sjoppunni fyrir leik, andlitsmálning og ýmislegt fleira.
24.09.2025
Sandra María Jessen skoraði í kvöld bæði mörk 1. FC Köln þegar liðið vann 2-1 útisigur á SGS Essen í 4. umferð þýsku Bundesligunnar.
23.09.2025
Á fimmtudaginn er stórleikur í Boganum hjá okkur í Þór/KA.
20.09.2025
Þór/KA sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll í dag kl. 14 í 18. umferð Bestu deildarinnar, síðustu umferð fyrir tvískiptingu deildarinnar.
09.09.2025
Frítt verður á leik Þórs/KA og Þróttar í 17. umferð Bestu deildarinnar sem fram fer í Boganum á föstudag og hefst kl. 18. Það eru JYSK og Bílaleiga Akureyrar sem bjóða á leikinn.
09.09.2025
Þór/KA býður nú stuðningsfólki upp á að panta treyjur sem verða komnar til landsins fyrir jól og gætu því til dæmis verið tilvalin jólagjöf fyrir börnin. Skráning er í gangi, með fyrirvara um að við þurfum að ná lágmarksmagni til að geta sent pöntun til verksmiðjunnar.
08.09.2025
Garðabæjarferðin hjá Þór/KA á laugardaginn fékk ekki góðan endi. Stjarnan vann leikinn 4-1 eftir að jafnt hafði verið í leikhléinu, 1-1. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði markið fyrir Þór/KA.
06.09.2025
Þór/KA mætir Stjörnunni í Garðabænum í 16. umferð Bestu deildarinnar í dag. Flautað verður til leiks kl. 16.