Treyjupöntun í boði - tilvalin jólagjöf!

Þór/KA býður nú stuðningsfólki upp á að panta treyjur sem verða komnar til landsins fyrir jól og gætu því til dæmis verið tilvalin jólagjöf fyrir börnin. Skráning er í gangi, með fyrirvara um að við þurfum að ná lágmarksmagni í hvorum lit til að geta sent pöntun til verksmiðjunnar. 

Þór/KA treyjur eru auðvitað upplögð jólagjöf fyrir börnin, en einnig bara fallegar treyjur til að eiga og nota, mæta í þeim á leiki og styðja stelpurnar. 

Þór/KA treyjan fæst í barna- og fullorðinsstærðum, frá 3XS upp í 5XL, svört eða hvít. Upplýsingar um stærðir má finna á vef Macron - sjá hér - og í pöntunarforminu okkar.

Smellið hér til að fara í pöntunarformið. 

Síðasti pöntunardagur er miðvikudagurinn 24. september.