Sandra María Jessen er íþróttakona Akureyrar 2023!
31.01.2024
Rétt í þessu var kjöri íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2023 lýst á verðlaunahátíð á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæjar sem fram fór í Hofi. Sandra María Jessen, önnur tveggja íþróttakvenna Þórs, var kjörin íþróttakona Akureyrar. Baldvin Þór Magnússon úr UFA var kjörinn íþróttakarl Akureyrar.