Kjarnafæðimótið: Þór/KA2 með sigur gegn FHL

Þær spiluðu fyrri hálfleikinn og tóku nokkra góða spretti í leikhléinu. Emelía Ósk Krüger, Bríet Jóh…
Þær spiluðu fyrri hálfleikinn og tóku nokkra góða spretti í leikhléinu. Emelía Ósk Krüger, Bríet Jóhannsdóttir, Amalía Árnadóttir, Sandra María Jessen og Margrét Árnadóttir.

Þór/KA2 sigraði lið FHL í Kjarnafæðimótinu í gær. Lokatölur urðu 7-1. Sonja Björg Sigurðardóttir skoraði tvö mörk.

Lið gestanna var raunar eins og í fyrri leikjum skipað leikmönnum úr FHL og Einherja þó liðið sé skráð í mótið undir merkjum FHL. 

Þór/KA tefldi fram fjölmennu liði og gerði samtals átta breytingar, fimm í leikhléinu og þrjár þegar hálftími var eftir af leiknum. Margar sem fengu að spreyta sig og liðsstjórnin að auki fjölmenn.

Fyrsta mark Þórs/KA kom á 9. mínútu og síðan tvö til viðbótar í fyrri hálfleiknum áður en gestirnir minnkuðu muninn undir lok fyrri hálfleiksins. Staðan 3-1 í leikhléi, en okkar konur bættu við fjórum mörkum í seinni hálfleiknum, þar á meðal komu tvö mörk frá Sonju Björg Sigurðardóttur með þriggja mínútna millibili, bæði eftir hornspyrnur.  

Þór/KA2 - FHL 7-1 (3-1)

  • 1-0 Karen María Sigurgeirsdóttir (9'). Stoðsending: Ísfold Marý Sigtryggsdóttir.
  • 2-0 Agnes Birta Stefánsdóttir (26'). Stoðsending: Karen María Sigurgeirsdóttir.
  • 3-0 Sandra María Jessen (36'). Stoðsending: Margrét Árnadóttir.
  • 3-1 Björg Gunnlaugsdóttir (44').
  • 4-1 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (26'). Stoðsending: Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir.
  • 5-1 Sonja Björg Sigurðardóttir (66').
  • 6-1 Sonja Björg Sigurðardóttir (69'). Stoðsending: Amanda Lihv.
  • 7-1 Ísey Ragnarsdóttir (78'). Stoðsending: Karen María Sigurgeirsdóttir.


Þrjú mörk og tvær stoðsendingar í seinni. Þessar komu inn á í byrjun seinni hálfleiksins. Amanda Lihv, sænsk stúlka sem er á reynslu hjá félaginu, Hildur Anna Birgisdóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir, Ísey Ragnarsdóttir og Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir.

Ísey Ragnarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark með meistaraflokki, að vísu óopinbert þar sem mótið er ekki viðurkennt eða framkvæmt samkvæmt reglum KSÍ.

Þór/KA2 hefur spilað tvo leiki og unnið þá báða, fyrst mætti liðið Tindastóli í desember og vann 6-1 og svo FHL í gær og vann 7-1. Næsti leikur liðsins er gegn Völsungi og var ráðgert að leikurinn færi fram á miðvikudaginn á KA-vellinum, en ákveðið hefur verið að spila hann í Boganum laugardaginn 27. janúar. Tímasetning verður auglýst síðar. Daginn eftir mætast Þór/KA og Tindastóll og þá verður aðeins innbyrðis leikur liðanna okkar eftir.

Næst

  • Mót: Kjarnafæðimótið
  • Leikur: Þór/KA2 - Völsungur
  • Staður: Boginn
  • Dagur: Laugardagur 27. janúar
  • Tími: Auglýst síðar

Þarnæst

  • Mót: Kjarnafæðimótið
  • Leikur: Þór/KA - Tindastóll
  • Staður: Boginn
  • Dagur: Sunnudagur 28. janúar
  • Tími: 15:00