Sandra María Jessen er íþróttakona Akureyrar 2023!

Sandra María Jessen á lokahófi Þórs/KA í haust þar sem hún var verðlaunuð sem besti leikmaður liðsin…
Sandra María Jessen á lokahófi Þórs/KA í haust þar sem hún var verðlaunuð sem besti leikmaður liðsins árið 2023. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Rétt í þessu var kjöri íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2023 lýst á verðlaunahátíð á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæjar sem fram fór í Hofi. Sandra María Jessen, önnur tveggja íþróttakvenna Þórs, var kjörin íþróttakona Akureyrar. Baldvin Þór Magnússon úr UFA var kjörinn íþróttakarl Akureyrar.

Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, var kjörin íþróttakona Akureyrar og Baldvin Þór Magnússon, hlaupari úr UFA, íþróttakarl Akureyrar. Þau fengu að launum 500.000 krónu framlag úr Afrekssjóði Akureyrar, farand- og eignarbikar gefinn af Höldi, blómvönd frá Blómabúð Akureyrar, ásamt gjafabréfum og varningi frá Ferðaskrifstofunni Verdi, Hótel Kea, Glerártorgi, MS, Sportveri, Skógarböðunum, Kjarnafæði/Norðlenska, Heilbrigðri húð, 66° Norður, ITS Macros og Vorhús.

Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.


Skjáskot úr útsendingu frá íþróttahátíð ÍBA og Akureyrarbæjar.


Skjáskot úr útsendingu frá íþróttahátíð ÍBA og Akureyrarbæjar.

Beint streymi var frá hátíðinni og hér er hægt að horfa á upptökuna: