27.06.2025
Sandra María Jessen skoraði eitt þriggja marka Íslands í 3-1 sigri á Serbíu í æfingaleik sem fram fór í Serbíu í dag.
24.06.2025
Þór/KA vann sanngjarnan og síst of stóran sigur gegn Víkingi í 10. umferð Bestu deildarinnar síðastliðinn laugardag. Eftir rýra uppskeru úr næstu þremur leikjum á undan var greinilegt að stelpurnar ætluðu alls ekki í EM fríið með tap á bakinu. Þór/KA hafði mikla yfirburði í leiknum og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk.
21.06.2025
Þór/KA leikur í dag síðasta leik sinn í Bestu deildinni fyrir EM hléið sem gert er á deildinni á meðan íslenska landsliðið spilar á EM í Sviss.
18.06.2025
Í leikhléi í leik Þórs/KA og Breiðabliks í Boganum á mánudag mætti kvennakvöldsnefndin og afhenti aðildarliðum kvöldsins styrk að upphæð 1,5 milljónir á hvert liðanna fjögurra.
16.06.2025
Þór/KA og Breiðablik mætast í 9. umferð Bestu deildarinnar í Boganum í dag. Flautað verður til leiks kl. 17.
14.06.2025
Stjórn Þórs/KA hefur samið við fjórar ungar og efnilegar úr leikmannahópi meistaraflokks, fæddar 2008 og 2009.
13.06.2025
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hefur valið 23 leikmenn í hóp A-landsliðsins sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í næsta mánuði. Sandra María Jessen er þar á meðal.
12.06.2025
Þór/KA tekur á móti FH í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í dag. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 17:30. Upphitun hefst í Hamri kl. 17.
11.06.2025
Agnes Birta Stefánsdóttir spilaði um helgina sinn 100. leik með meistaraflokki Þórs/KA, samanlagt í KSÍ mótum (deildakeppni, bikarkeppni, deildabikar).
08.06.2025
Þrátt fyrir jafnan baráttuleik þegar Þór/KA sótti Þrótt heim í 8. umferð Bestu deildarinnar í gær urðu stigin öll eftir í Laugardalnum. Ódýr mörk heimaliðsins, þar af annað sem átti aldrei að standa, og illa nýtt færi hjá okkar liði réðu úrslitum. Þór/KA er áfram í 4. sæti deildarinnar eftir 8. umferðina.