23.04.2025
Stjórn Þórs/KA hefur samið við bandarískan leikmann, Ellie Moreno, út yfirstandandi tímabil.
22.04.2025
Þór/KA sigraði Tindastól í 2. umferð Bestu deildarinnar í Boganum í gær, 2-1. Karen María Sigurgeirsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir skoruðu mörk liðsins.
20.04.2025
Á morgun, mánudaginn 21. apríl - annan páskadag - er komið að öðrum leik liðsins í Bestu deildinni þetta árið. Þór/KA tekur þá á móti liði Tindastóls í Boganum.
17.04.2025
Óskabyrjun, ekki hægt að orða það öðruvísi eftir 4-1 sigur á útivelli í fyrsta leik liðsins í Bestu deildinni.
16.04.2025
Keppni í Bestu deild kvenna er hafin. Tveir leikir voru spilaðir í gærkvöld, en okkar lið fer af stað í dag og sækir lið Víkings heim í Fossvoginn. Leikurinn hefst kl. 18.
15.04.2025
Keppni í Bestu deild kvenna er hafin, tveir leikir á dagskrá í kvöld og þrír á morgun. Tímabært að kíkja aðeins á leikjadagskrána og leikmannahópinn hjá Þór/KA.
15.04.2025
Stuðningsannakvöld var haldið í Hamri fimmtudaginn 10. apríl. Þar voru þó aðallega mættir foreldrar og aðrir ættingjar leikmanna, ásamt leikmönnum og þjálfurum félagsins, að sjálfsögðu. Nýju keppnistreyjurnar eru nýlega komnar í hús og voru sýndar á kvöldinu, Jóhann Kristinn þjálfari ræddi um komandi tímabil og þrjár úr hópnum fengu löngu tímabærar viðurkenningar fyrir leikjaáfanga.
15.04.2025
Það hefur ekki farið mikið fyrir því í fréttum hér á vef félagsins, en nokkuð er síðan Hulda Ósk Jónsdóttir spilaði sinn 200. leik fyrir Þór/KA. Samtals er hún komin í 300 leiki í meistaraflokki fyrir Völsung, KR og Þór/KA. Þessi talning miðar við leiki í KSÍ-mótum, þ.e. Íslandsmót, bikarkeppni, deildarbikar og meistarakeppni, auk Evrópuleikja.
12.04.2025
Þór/KA tapaði lokaleik sínum í Kjarnafæðimótinu í gærkvöld gegn FHL, 1-4. Tindastóll vinnur því mótið á markamun.
09.04.2025
Nú styttist í að keppni í Bestu deildinni hefjist, en áður en kemur að fyrsta leik er stuðningsmannakvöld á dagskrá á fimmtudagskvöld og svo lokaleikur okkar í Kjarnafæðimótinu föstudagskvöldið 11. apríl.