Besta deildin: Byrjað snemma, langt EM hlé og klárað seint

- - -
- - -

Keppni í Bestu deild kvenna er hafin, tveir leikir á dagskrá í kvöld og þrír á morgun. Tímabært að kíkja aðeins á leikjadagskrána og leikmannahópinn hjá Þór/KA.

Leikjadagskráin í Bestu deildinni þetta árið tekur mið af þátttöku Íslands í lokamóti EM. Keppni hefst því fyrr og lýkur seinna en venjulega, en á miðju tímabili verður tæplega fimm vikna hlé á deildinni á meðan EM stendur yfir. Leiknar verða tíu umferðir á tímabilinu 15. apríl til 21. júní, auk tveggja umferða í bikarkeppninni, síðan átta umferðir á tímabilinu 24. júlí til 20. september og inn í þetta tímabil koma undanúrslitaleikir og úrslitaleikur bikarkeppninnar hjá þeim liðum sem ná þangað.

Tvískipting Bestu deildarinnar tekur svo við í lokin eins og tvö undanfarin ár. Efri hlutinn verður spilaður á tímabilinu 27. september til 18. október, en neðri hlutinn 27. september til 11. október. Fyrir hlé verða einnig spilaðar tvær umferðir í Mjólkurbikarkeppninni, 16 liða úrslit 12.-13. maí og átta liða úrslit 11.-12. júní. Bestudeildarliðin hefja leik í bikarkeppninni í 16 liða úrslitum.

Leikjaálag og tímabil

  • 9,5 vikur - tíu leikir í deild og 1-2 í bikar
  • 4,5 vikur - hlé
  • 8,5 vikur - átta leikir í deild og 0-2 í bikar
  • 2-3 vikur - 3-5 leikir

Leikir liðsins fyrir EM hléið

  • 16. apríl
    Víkingur - Þór/KA
  • 21. apríl
    Þór/KA - Tindastóll
  • 27. apríl
    Valur - Þór/KA
  • 3. maí
    Þór/KA - FH
  • 8. maí
    FHL - Þór/KA
  • 11. eða 12. maí
    16 liða úrslit Mjólkurbikarsins
  • 17. maí
    Fram - Þór/KA
  • 24. maí
    Þór/KA - Stjarnan
  • 7. júní
    Þróttur - Þór/KA
  • 11. eða 12. júní
    Mögulega leikur í átta liða úrslitum Mjólkurbikars
  • 16. júní
    Þór/KA - Breiðablik
  • 21. júní
    Þór/KA - Víkingur

Leikmenn meistaraflokks

Ítarlegri kynning á leikmönnum verður hér á vefnum og á samfélagsmiðlum þegar myndatökur fyrir tímabilið hafa farið fram. Hér er því fyrst um sinn aðeins birtur nafnalisti, æfingahópur meistaraflokks, annars vegar leikmenn sem eru á samningi og hins vegar þær sem æfa með meistaraflokki, reglulega eða óreglulega. Með því að smella á nafn leikmanns má sjá upplýsingar um viðkomandi í gagnagrunni KSÍ.

Aðrar sem æfa reglulega með meistaraflokki, en eru ekki á samningi (listi með yngriflokkanúmerum)

Auk þessara eru svo nokkrar úr 2. og 3. flokki sem æfa endrum og sinnum með meistaraflokki og eiga áreiðanlega eftir að sjást í þessum hópi innan ekki svo langs tíma. 

Breytingar á hópnum

Mjög fáar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum frá því að tímabilið endaði í október í fyrra. Erlendu leikmennirnir sem spiluðu hér í fyrrasumar hafa farið annað, ein heimakona farin suður og önnur hætt. Tvær hafa bæst í hópinn, önnur íslensk og hin bandarísk, auk þess sem ungar og efnilegar stelpur úr yngri flokkum Þórs/KA hafa komið inn í hópinn.

  • Komnar
    Eva Rut Ásþórsdóttir frá Fylki
    Jessica Grace Berlin frá Cork FC á Írlandi
  • Farnar
    Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Víking
    Bryndís Eiríksdóttir í Val (var í láni hjá Þór/KA)
    Lara Ivanusa (fór fyrir lok móts í fyrra)
    Lidija Kulis (fór fyrir lok móts í fyrra)
    Shelby Money
    Una Móeiður Hlynsdóttir hætt