Karfan er tóm.
Þriðja umferð Bestu deildarinnar hefst í dag. Þór/KA mætir Val á útivelli í dag kl. 17.
Þór/KA hefur unnið báða leiki sína til þessa í deildinni, gegn Víkingi og Tindastóli, og er í efsta sæti Bestu deildarinnar með sex stig, eina liðið sem ekki hefur tapað stigi í fyrstu tveimur umferðunum. Valur gerði markalaust jafntefli við FH í fyrstu umferðinni, en vann síðan FHL á útivelli 2-0 og er því með fjögur stig, eins og Breiðablik, Þróttur og FH.
Valur vann allar þrjár viðureignir þessara liða í Bestu deildinni í fyrra. Fyrst var það 3-1 sigur á Hlíðarenda í fyrstu umferð mótsins þar sem Sandra María Jessen skoraði mark Þórs/KA, síðan 2-1 sigur á Akureyri í lok júní þar sem Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði, og 1-0 sigur á Akureyri í efri hluta deildarinnar í september.
Leikurinn í dag er 43. viðureign Þórs/KA og Vals í efstu deild Íslandsmótsins. Sú fyrsta fór fram árið 2000, á upphafsárum Þórs/KA, en liðin hafa verið samfleytt saman í efstu deild frá árinu 2006 og síðustu tvö tímabil mættust liðin þrisvar því bæði enduðu í efri hluta Bestu deildarinnar 2023 og 2024. Þór/KA hefur unnið sjö þessara leikja, en Valur 25. Það segir þó auðvitað ekkert um leik dagsins. Síðasta viðureign Þórs/KA og Vals var í Lengjubikarnum í vetur og þann leik vann Þór/KA, 2-0. Sonja Björg Sigurðardóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörkin í þeim leik.