Karfan er tóm.
Keppni í Bestu deild kvenna er hafin. Tveir leikir voru spilaðir í gærkvöld, en okkar lið fer af stað í dag og sækir lið Víkings heim í Fossvoginn. Leikurinn hefst kl. 18.
Þór/KA og Víkingur mættust þrisvar í Bestu deildinni í fyrra. Fyrsti leikurinn fór fram í Víkinni og þar hafði Þór/KA betur, 2-1. Í þeim leik skoraði Ísfold Marý Sigtryggsdóttir seinna mark Þórs/KA og var það fyrsta mark liðsins í deildinni á því tímabili sem Sandra María Jessen skoraði ekki. Fyrir leikinn á Víkingsvellinum hafði Sandra María skorað sjö mörk í deildinni, eitt mark í tapi á útivelli á móti Val, öll fjögur mörk liðsins í 4-0 útisigri á FH, bæði mörkin í 2-1 heimasigri gegn Þrótti og svo áttunda markið sitt sem var fyrra mark liðsins í þessum leik gegn Víkingi. Ísfold Marý skoraði svo annað markið, en hún skipti í vetur úr Þór/KA í Víking.
Þór/KA og Víkingur mættust þrisvar í Bestu deildinni í fyrra. Þór/KA vann útileikinn 2-1 í maí Víkingur kom svo norður í júlí og vann 2-0. Bæði liðin voru í efri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu og náði Víkingur 3. sætinu af Þór/KA með 1-0 sigri hér fyrir norðan í lokaumferðinni í október. Þessir þrír leikir eru einu viðureignir þessara liða í efstu deild Íslandsmótsins, en Víkingur var um árabil í samstarfi við HK og spilaði undir merkjum HK/Víkings.
Miðasala á leikinn er í smáforritinu Stubbi - sjá hér. Aðgangur fyrir fullorðna kostar 3.500 krónur, en 500 krónur fyrir börn.