Ein frá Þór/KA með U16 og fimm með U15

Næstu daga verða margar frá Þór/KA í landsliðsverkefnum. Fimm stelpur úr Þór/KA eru í æfingahópi U15 landsliðsins sem kemur saman í dag og ein er á leið til Eistlands til þátttöku í UEFA þróunarmóti með U16 landsliðinu. 

U16 landsliðið heldur utan til Eistlands í dag og mætir liðum Eistlands, Kósóvó og Slóvakíu næstu daga. Bríet Fjóla Bjarnadóttir hefur verið valin í U16 hópinn sem tekur þátt í mótinu.

Leikir Íslands

  • Þriðjudagur 29. apríl
    Ísland - Slóvakía
  • Fimmtudagur 1. maí
    Ísland - Eistland
  • Sunnudagur 5. maí
    Ísland - Kósóvó
  • Hópurinn 
  • Mótið

Fimm frá Þór/KA með U15

Æfingahópur U15 landsliðsins kemur saman til æfinga í dag og verður saman fram á miðvikudag. Þar á Þór/KA fimm fulltrúa, sem Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U15 hefur valið í hópinn. Æfingar fara fram á Þróttarvellinum í Laugardal.

Þessar eru frá Þór/KA í æfingahópi U15:

  • Ásta Ninna Reynisdóttir 
  • Sigyn Elmarsdóttir 
  • Hafdís Nína Elmarsdóttir
  • Manda María Jóhannsdóttir 
  • Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem
  • Hópurinn.