Íslandsmeistarar í 2. flokki U20 annað árið í röð

Stelpurnar okkar í 2. flokki U20, þar sem liðið heitir Þór/KA/Völsungur/THK tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn þó liðið eigi enn eftir einn leik í A-deildinni.

Besta deildin: Naumt tap fyrir Íslandsmeisturunum

Eitt mark skildi liðin að þegar Þór/KA tók á móti Val á Greifavellinum í kvöld í 2. umferð efri hluta Bestu deildarinnar. Anna Rakel Pétursdóttir skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. 

Besta deildin: Frítt á leik Þórs/KA og Vals í boði Bílaleigu Akureyrar

Keppni í efri hluta Bestu deildarinnar hefst að nýju á morgun eftir hlé sem gert var á deildinni á meðan Valur og Breiðablik spiluðu í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þór/KA tekur einmitt á móti Val á Greifavellinum á morgun, föstudaginn 13. september kl. 17:15. Frítt er á leikinn í boði Bílaleigu Akureyrar.

Besta deildin: Bílaleiga Akureyrar býður á leik Þórs/KA og Vals

Þór/KA og Valur mætast í 2. umferð í efri hluta Bestu deildarinnar föstudaginn 13. september kl. 17:15 á Greifavellinum. Frítt er á leikinn í boði Bílaleigu Akureyrar.

Lara og Lidija á leið til Abu Dhabi

Tvær af erlendu knattspyrnukonunum sem hafa leikið með Þór/KA á þessu ári, Lara Ivanuša og Lidija Kuliš, eru á förum frá félaginu. Þær hafa samið við félag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Abu Dhabi Country Club. Báðar komu þær til Þórs/KA frá félagi í Króatíu í febrúar og spiluðu sína fyrstu leiki fyrir félagið í A-deild Lengjubikarsins í byrjun mars.

Besta deildin: Loks heimasigur í viðureign Þórs/KA og FH

Þór/KA styrkti stöðu sína í 3. sæti Bestu deildarinnar, með sigri á FH í fyrsta leik í efri hlutanum í dag. Sandra María Jessen skoraði eina mark leiksins.

Besta-efri-deildin: Þór/KA tekur á móti FH á laugardag kl. 14

Fyrsti leikur okkar í lokahluta Íslandsmótsins í knattspyrnu kvenna, Bestu deildinni, verður á Greifavellinum á morgun og hefst kl. 14. Hefðbundin upphitun fyrir leik, borgarar beint af grillinu og stelpurnar klárar í að skemmta okkur með sínum alkunnu töktum.

2. flokkur U20: Staðan og næstu verkefni

Fyrir um mánuði síðan var hér farið yfir stöðu mála og árangur liðanna okkar í 3. flokki það sem af er ári. Nú er komið að liðunum í 2. flokki U20 og ekki seinna vænna því nú eiga liðin hvort um sig eftir þrjá leiki í Íslandsmótinu. 

Besta deildin: Jafntefli í Árbænum

Þór/KA og Fylkir gerðu jafntefli í 18. umferð Bestu deildarinnar síðastliðinn sunnudag. Þór/KA endaði í 3. sæti fyrir tvískiptingu og fær því þrjá heimaleiki á lokasprettinum.

Besta deildin: Þór/KA sækir Fylki heim í dag

Lokaumferð Bestu deildar kvenna fyrir tvískiptingu deildarinnar í efri og neðri hluta fer fram í dag og hefjast allir leikirnir á sama tíma, kl. 14. Þór/KA sækir lið Fylkis heim í Árbæinn.