Leikdagur hjá A-landsliðinu

Sandra María Jessen í leik með íslenska landsliðinu í október. Mynd: KSÍ.
- - -
Sandra María Jessen í leik með íslenska landsliðinu í október. Mynd: KSÍ.
- - -

A-landslið Íslands mætir liði Kanada í æfingaleik sem fram fer á Pinatar Arena á Alicante-svæðinu á Spáni í dag kl. 18. Leikurinn verður sýndur beint á rás KSÍ hjá Sjónvarpi Símans.

Sandra María Jessen dvelur þessa dagana með A-landsliðinu á Alicante á Spáni þar sem liðið mun spila tvo æfingaleiki. Fyrri leikurinn er í dag þegar Ísland og Kanada eigast við. Leikurinn fer fram á Pinatar Arena, en þangað fór Þór/KA í æfingaferð í apríl 2018. 

Leikurinn hefst kl. 18 og verður í beinni útsendingu á Síminn Sport 2, Núllrás Símans og á rás KSÍ hjá Sjónvarpi Símans.