Margt smátt gerir eitt stórt - valkrafa í heimabankanum

Stjórn Þórs/KA biðlar til íbúa Akureyrar um að styðja við stelpurnar í fótboltanum og hefur í þeim tilgangi sent valkröfu upp á 3.750 krónur í heimabanka íbúa í bænum.

Það kostar sitt að reka íþróttalið þar sem áhersla allra í kringum liðið er að vera í fremstu röð og með umgjörð og aðbúnað eins og best gerist hjá öðrum félögum á landinu. Þór/KA hefur notið stuðnings og styrkja frá fyrirtækjum og einstaklingum í gegnum tíðina og fyrir það erum við þakklát. Félagið leggur áherslu á góðan og vandaðan rekstur. Nú leitum við til íbúa Akureyrar um stuðning í gegnum heimabanka fólks, en leggjum áherslu á að hér er að sjálfsögðu um valkröfu að ræða. Upphæðin á kröfunni er 3.750 krónur.

Glæsilegt dagatal væntanlegt

Í leiðinni má einnig geta þess að innan örfárra vikna kemur út dagatalið okkar fyrir árið 2025, en félagið og/eða leikmenn hafa gefið út dagatal árlega í um eða yfir tvo áratugi. Stelpurnar okkar prýða dagatalið eins og áður. Við vekjum athygli á að dagatalið er ókeypis. Nálgast má dagatalið í Hamri og KA-heimilinu þegar þar að kemur og verður auglýst þegar það kemur úr prentsmiðjunni. Þá mun það einnig liggja frammi í Boganum þegar Þór/KA spilar í Kjarnafæðimótinu og Lengjubikarnum.

Aðrar leiðir til stuðnings

En svo eru líka aðrar leiðir til að styrkja ef fólk vill leggja til hærri upphæðir og nýta framlagið í leiðinni til að fá skattaafslátt á næsta ári. Lágmarksstyrkupphæð til að geta fengið skattaafslátt er 10.000 krónur og hámarksupphæð er 350.000 krónur. 

Nánari upplýsingar um framkvæmdina við styrk og skattaafslátt má finna í frétt okkar frá því í nóvember í fyrra: