Kjarnafæðimótið: Sigur og Þór/KA2 fór í toppsætið

Dómarar og fyrirliðar ganga frá formsatriðum fyrir leik.
Dómarar og fyrirliðar ganga frá formsatriðum fyrir leik.

Þór/KA2 sigraði lið Völsungs í Kjarnafæðimótinu í dag og tyllti sér á topp kvennadeildar mótsins.

Eins og í fyrri leikjum fengu Húsvíkingar nokkra Akureyringa að láni til að fullmanna liðið. 

Hildur Anna Birgisdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks og Þór/KA2 með forystuna í leikhléi. Eva S. Dolina-Sokolowska kom inn sem varamaður í leikhléinu og skoraði tvö mörk á sjö mínútna kafla. Húsvíkingar minnkuðu muninn á 72. mínútu og aftur á 84. mínútu, en komust þó ekki lengra, niðurstaðan eins marks sigur hjá okkar konum.

Völsungur - Þór/KA2 2-3 (0-1)

  • 0-1 Hildur Anna Birgisdóttir (16'). Stoðsending: Una Móeiður Hlynsdóttir.
  • 0-2 Eva S. Dolina-Sokolowska (50'). Stoðsending: Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir.
  • 0-3 Eva S. Dolina-Sokolowska (57'). Stoðsending: Una Móeiður Hlynsdóttir.
  • 1-3 Sjálfsmark mótherja (72').
  • 2-3 Ólína Helga Sigþórsdóttir (84').

Áfram fá ungir leikmenn úr okkar röðum tækifæri í meistaraflokksleikjum, þó Kjarnafæðimótið sé ekki viðurkennt sem slíkt af KSÍ. Í dag kom Karen Hulda Hrafnsdóttir (2009) inn á og spilaði seinni hálfleikinn, í fyrsta skipti með meistaraflokki. Hún á reyndar ekki enn að baki leik með 2. flokki.

Þór/KA2 hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa og er á toppi deildarinnar með níu stig. Þór/KA og Tindastóll eru með sex stig. Þessi li lið mætast á morgun, en þá verður aðeins einn leikur eftir, innbyrðis leikur Þór/KA-liðanna.

Úrslit leikja og stöðuna í kvennadeild Kjarnafæðimótsins má finna á vef KDN - sjá hér.

Leikskýrslan