Í kvöld er komið að fyrsta leik liðsins í Bestu deildinni eftir tvískiptingu. Við byrjum á heimaleik gegn Tindastóli, flautað til leiks kl. 19:15 í Boganum. Frítt verður á leikinn, hamborgarar í Hamri og í sjoppunni fyrir leik, andlitsmálning og ýmislegt fleira.
Gríðarlega mikilvægur leikur
Fram undan hjá liðinu okkar (og okkur öllum) eru mikilvægustu leikir Þórs/KA í langan tíma því eins og staðan er að loknum 18 umferðum er fram undan hjá okkar liði hörkubarátta við Fram og Tindastól um að forðast fall úr Bestu deildinni. Nú reynir á Þór/KA fjölskylduna og okkur öll að mæta í Bogann með þrjú tonn af jákvæðri orku - já, og bara jákvæðum stuðningi við okkar lið og ekki orð um neitt annað.
Nú reynir líka á allt fólkið í Þór og KA að sýna í verki að við viljum eiga lið í efstu deild kvenna í fótbolta. Alvöru stuðningur í þeim tveimur heimaleikjum sem við eigum eftir getur hreinlega skipt sköpum, gefið þá aukaorku og sjálfstraust sem þarf í svona leiki og hreinlega ýtt okkur yfir línuna.
Við skorum á Akureyringa að mæta í Bogann á fimmtudagskvöldið og styðja stelpurnar af fullum krafti, með jákvæðnina að leiðarljósi.
Að sjálfsögðu verður hægt að kaupa sér gott í gogginn í leiðinni - hægt að sleppa því að elda kvöldmatinn, bara mæta í Hamar og Bogann og eiga alvöru kvöldstund með stelpunum okkar.
Ýmislegt verður gert fyrir leik og í leikhléinu til að lífga upp á stemninguna.
- Boðið verður upp á sláarkeppni í leikhléi, glæsileg verðlaun í boði frá ELKO. Keppandi sem hittir í þverslána fær ísvél að verðmæti um 30 þúsund krónur. frá ELKO í verðlaun.
- Andlitsmálning í Hamri fyrir leik
- Tónlistaratriði með Tinnu
- Ís í boði Kjöríss á meðan birgðir endast
- Happdrætti, allir gestir fá miða, dregið í leikhléinu, veglegir vinningar
Áfram Þór/KA!