Besta deildin: Útileikur gegn Stjörnunni í dag

Þór/KA mætir Stjörnunni í Garðabænum í 16. umferð Bestu deildarinnar í dag. Flautað verður til leiks kl. 16.

Að loknum 15 umferðum var Þór/KA í 5. ssæti með 21 stig, en Stjarnan sæti neðar með 19 stig. Þremur leikjum er nú lokið í 16. umferðinni og laumuðu Víkingar sér upp fyrir Stjörnuna með 21 stig og betri markamun. Fyrri leik Þórs/KA og Stjörnunnar lauk með 1-0 sigri Þórs/KA í Boganum. 


Leikir 16. umferðar:

  • Víkingur - Valur 3-2
  • Tindastóll - Fram 1-0
  • Breiðablik - FH 2-1
  • Stjarnan - Þór/KA
  • Þróttur - FHL

Leikur Þórs/KA í 15. umferðinni endaði illa, mark í viðbótartíma frá Fram tryggði gestunum sigur. Fram náði forystunni snemma leiks, en Agnes Birta Stefánsdóttir jafnaði með skalla eftir góða hornspyrnu frá Karen Maríu Sigurgeirsdóttur. 

Þór/KA - Fram 1-2 (1-1)

  • 0-1 - Alda Ólafsdóttir (4')
  • 1-1 - Agnes Birta Stefánsdóttir (12'). Stoðsending: Karen María Sigurgeirsdóttir
  • 1-2 - Murielle Tiernan (90+3'). 
  • Leikskýrslan 
  • Besta deildin

Tölur og fróðleikur eftir leik Þórs/KA og Fram

  • 1 - Ellie Moreno var í fyrsta skipti í byrjunarliði með Þór/KA. Þetta var hennar 14. leikur með liðinu og 11. leikurinn í Bestu deildinni.
  • 10 - Henríetta Ágústsdóttir spilaði sinn 10. leik fyrir Þór/KA, en hún hefur samtals spilað 92 meistaraflokksleiki í KSÍ-mótum fyrir HK, Stjörnuna og Þór/KA.
  • 20 - Jessica Berlin spilaði sinn 20. leik fyrir Þór/KA. Þar af eru 15 í Bestu deildinni.
  • 40 - Bríet Fjóla Bjarnadóttir spilaði sinn 40. leik í meistaraflokki. Þar af eru 30 í deild og bikar.
  • 97 - Við myndum gjarnan vilja fá fleiri á leikina okkar. Í dag töldum við 97 manns í stúkunni.
  • 130 Agnes Birta Stefánsdóttir hefur spilað samanlagt 130 leiki í meistaraflokki með Þór/KA, Hömrunum og Tindastóli. Hún skoraði eina mark Þórs/KA í leiknum og var það hennar fjórða mark í efstu deild.
  • 190 - Hulda Ósk Jónsdóttir spilaði sinn 190. leik í efstu deild. Samanlagt er hún komin í 314 leiki í KSÍ-mótum og Evrópukeppni.