Karfan er tóm.
Á fimmtudaginn er stórleikur í Boganum hjá okkur í Þór/KA.
Staða liðsins í deildinni og baráttan sem tekur við eftir tvískiptingu er langt frá því sem liðið ætlaði sér. En við ætlum ekki að velta því fyrir okkur núna. Það gerum við eftir tímabil.
Núna er öll einbeiting á næsta verkefni. Leikinn á fimmtudaginn.
Með sigri getur liðið lagt allar pælingar um fallbaráttu til hliðar. Stelpurnar eru staðráðnar í að sýna sitt rétta andlit og leggja allt í þennan leik svo það gangi eftir.
Ég biðla til allra sem hafa áhuga á fótbolta að mæta í Bogann og styðja liðið í þessari hörðu baráttu. Fáum góða stemningu og hvetjum liðið okkar til dáða. Sendum jákvæða strauma og hvatningu inn á völlinn sem á klárlega eftir að hjálpa stelpunum í þessum leik.
Ekki skemmir fyrir að tryggja vonandi í leiðinni að öll þrjú meistaraflokkslið Akureyrar í fótbolta leiki í efstu deildum fótboltans á næsta ári! Áfram Þór/KA!