Karfan er tóm.
Þór/KA sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll í dag kl. 14 í 18. umferð Bestu deildarinnar, síðustu umferð fyrir tvískiptingu deildarinnar.
Að loknum 17 umferðum er Þór/KA í 7. sæti deildarinnar með 21 stig og er sem stendur fyrir neðan strik, en við tvískiptingu deildarinnar mætast sex efstu liðin í einfaldri umferð og fjögur neðstu spila innbyrðis, einnig einfalda umferð. Breiðablik er í efsta sæti deildarinnar. Þessi lið mættust í Boganum 16. júní í fyrri umferðinni. Þeim leik lauk með 2-0 sigri Breiðabliks.
Leikir dagsins hefjast allir á sama tíma, kl. 14.
Leikur liðsins gegn Þrótti í Boganum í 17. umferðinni var að mörgu leyti góður og margt jákvætt sem nýta má úr þeim leik þó svo gestirnir hafi tekið öll stigin með sér heim. Liðið spilaði lengst af mjög vel og sýndi mikinn karakter og baráttuvilja, sérstaklega í seinni hálfleiknum þegar tíu leikmenn voru eftir gegn ellefu Þrótturum. Þróttur náði að skora mark eftir horn mjög snemma í leiknum og þar við sat. Því miður nýttust færin ekki og því fór sem fór.