06.01.2025
Sandra María Jessen heldur áfram að sanka að sér verðlaunum og var fyrr í dag útnefnd íþróttakona Þórs í verðlaunahófi félagsins í Hamri.
05.01.2025
Þrjár ungar knattspyrnukonur úr Þór/KA verða í landsliðsverkefnum á næstunni, annars vegar á æfingum með U16 og á æfingamóti með U17-landsliðinu. Bríet Kolbrún Hinriksdóttir hefur verið valin til að fara með U17 landsliðinu á æfingamót í Portúgal í lok mánaðar. Aníta Ingvarsdóttir og Júlía Karen Magnúsdóttir hafa verið valdar til æfinga með U16 landsliði Íslands.
04.01.2025
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Evu Rut Ásþórsdóttur (2001) fyrir keppnistímabilið 2025.
01.01.2025
Þór/KA óskar velunnurum, samstarfsfyrirtækjum, stuðningsfólki, starfsfólki, sjálfboðaliðum, leikmönnum, keppinautum og landsmönnum öllum gleðilegs árs. Bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og framlag til félagsins á nýliðnu ári.