Karfan er tóm.
Sandra María Jessen heldur áfram að standa sig frábærlega með 1. FC Köln í Þýskalandi. Hún skoraði fullkomna þrennu í 4-1 útisigri liðsins á HSV á mánudagskvöld, eitt með skalla, eitt með hægri og eitt með vinstri. Eftir því sem næst verður komist var leikurinn jafnframt 250. leikur Söndru Maríu í efstu deild, samanlagt á Íslandi, Í Þýskalandi og Tékklandi. Hún er fyrsta íslenska knattspyrnukonan til að skora þrennu í Bundesligunni í Þýskalandi.
Sandra María hefur spilað alls 14 leiki fyrir Köln frá 6. september þegar deildarkeppnin hófst, 12 í deildinni og tvo bikarleiki. Hún hefur ávallt verið í byrjunarliðinu og hefur með þrennunni á mánudagskvöldið samtals skorað tíu mörk í þessum 14 leikjum. Að auki hóf hún leik gegn sínu gamla félagi, Bayer 04 Leverkusen, og skoraði eftir 26 sekúndur. Sá leikur var síðan flautaður af eftir að flóðljós biluðu og spilaður að nýju frá byrjun. Markið sem hún skoraði með skalla á 1. mínútu leiksins telur því ekki.
Þrennan sem Sandra María skoraði var fullkomin þrenna því fyrsta markið skoraði hún með skalla, annað markið með hægri fæti og það þriðja með vinstri. Mörkin í leiknum voru sýnd í íþróttafréttum Sjónvarpsins á þriðjuagskvöld - sjá hér.
Sandra skoraði tvisvar í fyrri hálfleiknum, á 10. og 36. mínútu, og Kölnarliðið með tveggja marka forystu í leikhléi. Fyrra markið skoraði Sandra með skalla rétt utan markteigs eftir aukaspyrnu frá hægri og tvöfaldaði svo forystuna með hægrifótarskoti utarlega úr teignum eftir skyndisókn liðsins. HSV minnkaði muninn á upphafsmínútum seinni hálfleiks, en Köln svaraði með þriðja markinu á 73. mínútu. Sandra María átti reyndar þátt í því marki einnig. Hún fékk boltann inni í vítateig í hraðri sókn Kölnarliðsins, lagði hann til baka á samherja sem kom boltanum til vinstri þar sem hin pólska Adriana Achchinska var óvölduð og skoraði af öryggi. Sandra skoraði svo fjórða mark liðsins á 2. mínútu viðbótartíma og kláraði þrennuna sína með vinstrifótarskoti í markteignum eftir enn eina skyndisóknina og fyrirgjöf frá hægri.
Sandra er ásamt tveimur öðrum markahæst í Bundesligunni og langmarkahæst í sínu liði þar sem hún hefur skorað átta mörk af 18 mörkum liðsins í deildinni.

Samansafn mynda sem fengnar eru af Instagram-aðgangi Kölnarliðsins.
Leikurinn gegn HSV var að öllum líkindum 250. leikur Söndru Maríu í efstu deild, samanlagt á Íslandi, í Þýskalandi og Tékklandi. Það er þó ekki alveg 100% öruggt því við höfum ekki fulla vissu fyrir því hvort allir sex leikir hennar með Slavia Prag í Tékklandi 2018 hafi verið í deildarkeppninni, en ætlum bara að gera ráð fyrir því. Þá er tölfræðin svona eftir löndum, leikir í efstu deild/mörk:
Leikir og mörk Söndru Maríu í A-deildum skiptast svona eftir árum og deildum: