Öruggur sigur hjá Þór/KA2

Sigur og þrjú stig í höfn. Ánægðar Þór/KA-stelpur í leikslok.
Sigur og þrjú stig í höfn. Ánægðar Þór/KA-stelpur í leikslok.

Amalía Árnadóttir skoraði þrennu í 11-0 sigri þegar Þór/KA2 mætti liði FHL í fyrstu umferð Kjarnafæðismótsins í dag.

Þór/KA2 var skipað ungum leikmönnum, eins og reyndar bæði liðin í dag. Stelpurnar okkar gáfu gestunum engin grið og spiluðu á fullu gasi allan tímann. Það var ljóst frá upphafi að okkar lið var sterkara og sótti án afláts. Mörkin létu heldur ekki á sér standa, komu fimm í fyrri hálfleik og sex í þeim seinni, úrslitin 11-0 sigur.

Amalía Árnadóttir skoraði þrennu, Bríet Jóhannsdóttir og Krista Dís Kristinsdóttir tvö mörk hvor og þær Karlotta Björk Andradóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir og Una Móeiður Hlynsdóttir eitt mark hver. Eitt markið er skráð sem sjálfsmark mótherja. 

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið - staða, úrslit leikja, leikjadagskrá - á vef KSÍ.

Næsti leikur hjá okkar stelpum verður föstudaginn 16. desember kl. 20, en þá mætir Þór/KA (1) liði Tindastóls. Næsti leikur hjá Þór/KA2 verður svo 8. janúar, en þá mætast Þór/KA-liðin innbyrðis.