Karfan er tóm.
Þór/KA óskar ykkur öllum gæfuríks árs.
Bestu þakkir til ykkar allra fyrir allt á liðnu ári. Leikmenn og fjölskyldur, sjálfboðaliðar í stjórn og öðru starfi, þjálfarar og annað starfsfólk, stuðningsfólk, samstarfsfyrirtæki, keppinautar, dómarar og öll sem gerðu okkur kleift að gera það sem við elskum, að spila fótbolta, kærar þakkir fyrir ykkar framlag til félagsins á árinu sem er að líða og í gegnum tíðina.
Við horfum með bjartsýni og baráttuhug fram á nýtt ár, eins og alltaf, og hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir með nýju fólki og mæta kröftugar til hvers einasta verkefnis, leikja, æfinga og annarra verkefna, á árinu 2026.
Mætum á völlinn, styðjum stelpurnar okkar. Áfram stelpur!