Áhorfendur fengu markaveislu þegar Þór/KA sótti FH heim í Kaplakrika í 13. umferð Bestu deildarinnar í gær. Liðin skoruðu þrjú mörk hvort í fyrri hálfleik, en það var heimaliðið sem kláraði leikinn með tveimur mörkum í þeim seinni.
Tólfta umferð Bestu deildar kvenna verður spiluð í dag og næstu daga. Þrír leikir eru í dag, einn á morgun og einn á fimmtudag. Þór/KA á útileik í þessari umferð, mætir FH á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Flautað verður til leiks kl. 18.
Nú er loksins komið aftur að heimaleik hjá okkar liði í Bestu deildinni, þeim fyrsta í tæpar sjö vikur. Þór/KA tekur á móti Val í Boganum í dag kl. 18.