Karfan er tóm.
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir spilaði í gær sinn 100. meistaraflokksleik með Þór/KA. Hún á einnig að baki níu leiki með Hömrunum í 2. deild.
Kimberley Dóra hefur spilað allar mínútur í öllum leikjum liðsins í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum á þessu tímabili, auk fimm leikja af sjö sem liðið spilaði í Lengjubikarnum. Þar var hún ekki með í einum leik og spilaði seinni hálfleikinn í einum. Auk meistaraflokksleikjanna með Þór/KA og Hömrunum á hún að baki 19 leiki með U23, U19, U18, U17 og U16 landsliðum Íslands.
A-deild | 64/2 |
C-deild (Hamrarnir) | 8/1 |
Bikarkeppni | 9/0 |
Deildarbikar | 28/4 |
Samtals | 109/7 |
Kimberley Dóra spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki á lánssamningi hjá Hömrunum í 2. deild og bikarkeppninni sumarið 2020. Fyrstu leikina með meistaraflokki Þórs/KA spilaði hún 2021.
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir í leik með Þór/KA gegn KR í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í sumar. Mynd: Ármann Hinrik.
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir í leik í Boganum í sumar. Mynd: Ármann Hinrik.