Besta deildin: Þór/KA tekur á móti Val í dag

Nú er loksins komið aftur að heimaleik hjá okkar liði í Bestu deildinni, þeim fyrsta í tæpar sjö vikur. Þór/KA tekur á móti Val í Boganum í dag kl. 18.

Leikur liðanna er í 12. umferð Bestu deildarinnar, en Valur hefur þó nú þegar spilað 12 leiki þar sem leik liðsins gegn Breiðabliki var flýtt vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppni. Þór/KA er í 4. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 11 leiki, en Valur er sæti neðar með þremur stigum minna eftir 12 leiki. Liðin mættust að Hlíðarenda í fyrri umferð deildarinnar og hafði Valur þá 3-0 sigur.

Leikir 12. umferðar

Fimmtudagur 7. ágúst kl. 18
  Þór/KA - Valur
  Stjarnan - Tindastóll
  Fram - Breiðablik

Föstudagur 8. ágúst kl. 18
  Þróttur - Víkingur

Laugardagur 9. ágúst kl. 14
  FHL - FH

Næstu leikir okkar liðs

7. ágúst kl. 18: Þór/KA - Valur
12. ágúst kl. 18: FH - Þór/KA
21. ágúst kl. 18: Þór/KA - FHL
30. ágúst kl. 17: Þór/KA - Fram

Eins og ávallt er hér minnt á mikilvægi þess að við fjölmennum í Bogann og styðjum stelpurnar, ekki aðeins með því að horfa heldur með lifandi og háværum stuðningi allan leikinn það skiptir máli þegar upp er staðið.