Besta deildin: Þór/KA sækir FH heim í Hafnarfjörðinn

Tólfta umferð Bestu deildar kvenna verður spiluð í dag og næstu daga. Þrír leikir eru í dag, einn á morgun og einn á fimmtudag. Þór/KA á útileik í þessari umferð, mætir FH á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í dag. Flautað verður til leiks kl. 18.

Að loknum 12 umferðum er Þór/KA í 4. sæti með 18 stig, hefur unnið sex leiki og tapað sex leikjum. FH er í 2. sæti deildarinnar með 28 stig, níu sigra, eitt jafntefli og tvö töp. Fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri FH í Boganum. Í síðustu umferð vann FH 2-0 sigur á FHL á útivelli, en Þór/KA tapaði 1-2 heima fyrir Val. 

Leikir 13. umferðar

  • Þriðjudagur 12. ágúst kl. 18
    FH - Þór/KA
    FHL - Fram
    Víkingur - Breiðablik
  • Miðvikudagur 13. ágúst kl. 18
    Valur - Stjarnan
  • Fimmtudagur 14. ágúst kl. 18
    Tindastóll - Þróttur