Karfan er tóm.
Margrét Árnadóttir spilaði í gær sinn 200. meistaraflokksleik með Þór/KA þegar liðið mætti FH í Kaplakrika í 13. umferð Bestu deildarinnar. Fyrstu meistaraflokksleikina spilaði hún 2016 og er því á sínu 10. tímabili hjá félaginu. Auk leikjanna 200 fyrir Þór/KA var hún um tíma í bandaríska háskólaboltanum og í efstu deild Ítalíu seinni hluta tímabilsins 2021-22.
Margrét skoraði eitt þriggja marka Þórs/KA þegar hún spilaði sinn 200. leik fyrir félagið, gegn FH í Kaplakrika á þriðjudag, en það dugði því miður ekki til því lokatölur leiksins urðu 5-3 FH í vil.
A-deild | 135/25 |
Bikarkeppni | 15/3 |
Deildarbikar | 44/22 |
Meistarakeppni | 2/2 |
Evrópukeppni | 4/0 |
Samtals | 200/52 |
Margrét á að baki fimm leiki með Parma Calcio 1913 á Ítalíu á fyrri hluta árs 2022. Þá eru 26 leikir (23 mörk) í Kjarnafæðimótinu (eða öðrum vetrarmótum) sem skráðir eru í gagnagrunn KSÍ, en þau mót ekki viðurkennd sem fullgild mót af KSÍ og leikirnir því ekki skráðir sem slíkir. Hún á einnig að baki sjö leiki með U16 og U19 landsliðum Íslands.
Margrét Árnadóttir í leik í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í maí þegar Þór/KA vann KR 6-0. Mynd: Ármann Hinrik.
Margrét Árnadóttir í leik í Boganum fyrr í sumar. Mynd: Ármann Hinrik.