05.10.2024
Sex leikmenn meistaraflokks hafa endurnýjað samninga sína við Þór/KA til næstu tveggja ára og von á fleiri undirskriftum á næstu dögum.
05.10.2024
Þór/KA og Íslandsbanki hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA, og Jón Birgir Guðmundsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, undirrituðu samninginn í Hamri í gær.
04.10.2024
Þór/KA tekur á móti liði Víkings á Greifavellinum kl. 14 á morgun, laugardaginn 5. október, í lokaumferð efri hluta Bestu deildarinnar.
30.09.2024
Þór/KA og Þróttur skildu jöfn í markalausum leik í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar, efri hluta, þegar liðin mættust í Laugardalnum í gær.
29.09.2024
Þór/KA leikur í dag næstsíðasta leik sinn í Bestu deildinni, efri hlutanum, þegar stelpurnar fara í Laugardalinn og mæta liði Þróttar á AVIS-vellinum. Leikurinn hefst kl. 14.
28.09.2024
Þór/KA teflir fram tveimur A-liðum í 3. flokki á tímabilinu sem er um það bil að ljúka. Þór/KA 2 (A2) hefur því að mestu átt í höggi við A-lið annarra félaga, en stelpurnar hafa ekki látið það halda aftur af sér. Í dag urðu þær deildarmeistarar, unnu B-riðilinn í lotu 3 eftir 4-2 sigur gegn RKVN í Boganum.
27.09.2024
Þór/KA/Völsungur/THK varð í dag bikarmeistari í 2. flokki U20 þegar liðið sigraði Selfyssinga 4-1 á Greifavellinum. Tvöfaldir meistarar í ár, Íslands- og bikarmeistaratitlar í höfn.
27.09.2024
Þór/KA/Völsungur/THK tekur á móti liði Selfoss í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í 2. flokki U20 í dag kl. 17. Leikurinn fer fram á Greifavellinum.
24.09.2024
Þór/KA vann Íslandsmeistaratitil í keppni B-liða í 3. flokki með sigri á FH/ÍH á útivelli á sunnudaginn. Félagið hampar þessum titli annað árið í röð og þriðja skiptið á fjórum árum.
22.09.2024
Þór/KA fékk slæma útreið þegar liðið heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í dag í 3. umferð efri hluta Bestu deildarinnar.