Besta deildin: Markaveisla og þrjú stig heim að austan
09.05.2025
Þór/KA og FHL buðu upp á markaveislu þegar liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í 5. umferð Bestu deildarinnar í gær. Þór/KA vann leikinn, 5-2. Sandra María Jessen opnaði markasumarið hjá sjálfri sér og skoraði þrennu. Þór/KA er með níu stig eftir fimm umferðir.