26.06.2024
Þrátt fyrir flotta frammistöðu í leik liðsins gegn Val í 10. umferð Bestu deildarinnar varð uppskeran engin. Þór/KA komst yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik, en Valur skoraði tvívegis á lokamínútunum og hirti stigin sem í boði voru.
25.06.2024
Þór/KA á tvo fulltrúa í nýjasta landsliðshópi U19, Bríeti Jóhannsdóttur og Hildi Önnu Birgisdóttur. Hvorug þeirra á að baki landsleiki með yngri landsliðunum.
25.06.2024
Þór/KA tekur á móti Val í 10. umferð Bestu deildarinnar á VÍS-vellinum (Þórsvellinum) í kvöld kl. 18.
22.06.2024
Þór/KA vann Fylki með þremur mörkum gegn einu í 9. umferð Bestu deildarinnar í gærkvöld. Sjöundi sigurinn í níu leikjum og Þór/KA er aðeins í humátt á eftir efstu liðum Bestu deildarinnar, Breiðabliki og Val. Þessi lið eru einmitt næstu mótherjar liðsins, Valur á þriðjudag í deildinni og Breiðablik á föstudag í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppninnar.
21.06.2024
Þór/KA tekur á móti Fylki í 9. umferð Bestu deildarinnar í kvöld kl. 18.
15.06.2024
Sumarblíðan á Samsung-vellinum fór vel í okkar konur þegar þær unnu verðskuldaðan sigur á Stjörnunni, 4-1, í 8. umferð Bestu deildarinnar. Sandra María Jessen skoraði sitt 100. mark í efstu deild á Íslandi.
15.06.2024
Þór/KA mætir Stjörnunni á útivelli í 8. umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og hefst kl. 16.
11.06.2024
Þór/KA vann 1-0 útisigur á FH í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í gær. Dregið var um leiki undanúrslitanna strax að loknum leikjum gærkvöldsins. Þór/KA fær heimaleik gegn Breiðabliki.
10.06.2024
Sumarið flýgur áfram (eða kemur fljúgandi eftir veturinn í liðinni viku) og verkefnin eru næg. Strax á morgun, þriðjudaginn 11. júní, er komið að næsta leik, átta liða úrslit í Mjólkurbikarkeppninni og við erum á leið í Hafnarfjörðinn.
09.06.2024
Eftir fimm sigurleiki í röð í Bestu deildinni, þar af þrjá á heimavelli, kom tapleikur á fyrsta grasleiknum í gær gegn Breiðabliki.