Tvær frá Þór/KA í umspilsleikinn með U20

Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 landsliðs Íslands, hefur valið 18 leikmenn í hópinn sem mætir Austurríki í umspilsleik um sæti á HM U20 sem fram fer í Kolumbíu í ágúst/september á næsta ári.

Þrjár frá Þór/KA í byrjunarliði í jafntefli gegn Spánverjum

Þrjár frá Þór/KA voru í byrjunarliði U15 landsliðs Íslands sem mætti Spánverjum í dag í UEFA Development móti sem fram fer í Portúgal. Bríet Kolbrún Hinriksdóttir stóð í markinu allan tímann og þær Aníta Ingvarsdóttir og Ragnheiður Sara Steindórsdóttir voru einnig í byrjunarliðinu. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli. Ísland komst yfir eftir tæplega hálftíma leik, en Spánverjar jöfnuðu stuttu síðar. Staðan 1-1 í leikhléi. Spánverjar náðu forystunni snemma í síðari hálfleik, en Ísland jafnaði nokkrum mínútum síðar. Ísland komst svo yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir, en Spánverjar jönfuðu jafnharðan. Liðið leikur annan leik sinn á mánudag og mætir þá gestgjöfum Portúgala.

Sandra María með í næstu verkefnum A-landsliðsins

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahópinn fyrir tvo síðustu leikina í Þjóðadeild UEFA. Ísland mætir Wales á útivelli 1. desember og Danmörku, einnig á útivelli, 5. desember.

Fjárframlag veitir skattaafslátt

Vissir þú að með því að styrkja Þór/KA getur þú fengið skattaafslátt? Skoðaðu dæmið. Lágmarksupphæð styrks til að fá lækkun á tekjuskattsstofni er 10.000 krónur, en hámark 350.000 krónur - eða 700.000 krónur hjá hjónum.

Sautján frá Þór/KA í landsliðsverkefnum í haust

Þór/KA hefur átt marga fulltrúa í landsliðsverkefnum að undanförnu, eins og oftast áður.

Landsliðsverkefni: Tvær með U18, þrjár með U15

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U18 landsliðsins, og Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 landsliðsins, hafa nýlega valið leikmannahópa til þátttöku í verkefnum liðanna á næstunni.

Kveðja til Grindvíkinga - velkomnar á æfingar hjá Þór/KA

Þór/KA býður iðkendur úr Grindavík sem hafa þurft að yfirgefa heimili sitt og heimabæinn sinn vegna náttúruhamfaranna sem ganga yfir velkomna.

Félag fullt af meisturum: 3. flokkur 2023

Þór/KA sendi þrjú lið til keppni á Íslandsmótinu í 3. flokki, eitt í keppni A-liða og tvö í keppni B-liða. Liðin okkar spiluðu samtals 49 leiki í Íslandsmóti og bikarkeppni á tímabilinu. = = =

Dómaranámskeið 6. nóvember

Tvær frá Þór/KA á úrtaksæfingar U16