Þór/KA hefur notið þeirrar gæfu að eiga í góðu samstarfi við fjölmörg fyrirtæki sem lagt hafa okkur lið í gegnum tíðina. Að undanförnu hafa samningar verið endurnýjaðir við nokkur þeirra og gerðir samningar við ný samstarfsfyrirtæki.
Þór/KA hóf leik í Bestu deildinni í gærkvöld þegar liðið heimsótti Stjörnuna í Garðabæ. Sandra María Jessen skoraði eina mark leiksins, frábær sigur staðreynd og verðskulduð þrjú stig eftir góða frammistöðu.
Besta deildin verður leikin með nýju sniði að hluta í sumar, en eftir hefðbundna tvöfalda umferð liðanna tíu tvískiptist deildin. Sex lið í efri og fjögur í neðri hlutanum.