Magnús Örn Helgason, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið 29 leikmenn fyrir úrtaksæfingar U17 landsliðsins sem fram fara í Miðgarði í Garðabæ dagana 16.-18. Nóvember.
Stjórn Þórs/KA hefur gert fatnaðarsamning við íþróttavöruframleiðandann Macron til næstu fjögurra ára. Þór/KA vörur verða fáanlegar í Msport í Kaupangi og í vefverslun.