Þór/KA hefur samið við Bryndísi Eiríksdóttur (2005) og knattspyrnudeild Vals um að Bryndís leiki með Þór/KA í sumar á lánssamningi. Bryndís æfði með Þór/KA um liðna helgi og tók þátt í æfingaleik með liðinu gegn Völsungi.
Hið vinsæla og með hverju árinu vaxandi kvennakvöld sem haldið er sameiginlega af Þór og KA, blaki (KA), handbolta (KA/Þór), knattspyrnu (Þór/KA) og körfubolta (Þór) verður haldið í Sjallanum laugardagskvöldið 4. maí.
Sóley Eva Guðjónsdóttir skoraði þrennu og Marsibil Stefánsdóttir tvö mörk sigri Þórs/KA2 í Íslandsmóti 3. flokks, C-riðli, lotu 1, þegar liðið vann 5-1 sigur gegn KF/Dalvík í dag.