Besta deildin: Þór/KA mætir Keflavík í Boganum í dag

Fimmta umferð Bestu deildarinnar hefst í dag og okkar lið tekur á móti Keflvíkingum í Boganum.

U16: Markaregn í tapi á Skaganum

Þór/KA2 hóf leik í annarri lotu í B-riðli Íslandsmótsins í 3. flokki í gær með heimsókn á Skagann þar sem stelpurnar mættu sameiginlegu liði ÍA, Skallagríms og Víkings í Ólafsvík. Mörkunum rigndi, samtals 13 mörk skoruð eða mark á rúmlega sex mínútna fresti.

U16: Öruggur sigur gegn Fylki

Þór/KA vann Fylki í lotu 2 í A-riðli Íslandsmótsins í 3. flokki í dag. Þrjú mörk á stuttum kafla í fyrri hálfleik gerðu eftirleikinn nokkuð auðveldan hjá okkar liði.

U20: Sigur á síðustu stundu fyrir austan

Mark á lokamínútu venjulegs leiktíma tryggði okkar liði í B-deild 2. flokks U20 sigur á FHL í fyrsta leik liðsins í Íslandsmótinu.

Besta deildin: Baráttusigur í Víkinni

Þór/KA vann sinn þriðja leik í röð í Bestu deildinni þegar liðið mætti bikarmeisturum og meisturum meistaranna í Víkingi á þeirra heimavelli. Mark á upphafsmínútunum náði ekki að brjóta niður baráttuglatt lið Þórs/KA sem svaraði með tveimur mörkum á innan við hálftíma. 

U20: Fyrsti leikur hjá okkar liði í B-deildinni

Þór/KA á hlut að máli í tveimur liðum sem við teflum fram í 2. flokki U20. Þar hefur A-liðið titil að verja í A-deildinni og við teflum einnig fram liði í B-deildinni sem spilar sinn fyrsta leik í dag.

Besta deildin: Þór/KA sækir Víkinga heim í dag

Þór/KA mætir liði Víkings á útivelli í fjórðu umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn hefst kl. 16.

U20: Titilvörnin hófst með markaveislu

Þór/KA teflir fram tveimur liðum í Íslandsmótinu í 2. flokki U20, nú í samvinnu við nokkur félög á Norðurlandi. Liðin okka keppa undir heitinu Þór/KA/Völsungur/THK, en THK stendur fyrir Tindastól, Hvöt og Kormák. Fyrsti leikurinn í titilvörn liðsins í A-deild var sannkölluð markaveisla. Stutt í fyrsta leik hjá liði 2 í B-deild.

U16: Sigur hjá B, jafntefli 2. sætið í lotu 1 í A-riðli

Tvö af liðunum okkar í 3. flokki mættu liðum frá Þrótti miðvikudaginn 1. maí. Fyrstu lotu í A-riðli er lokið, en þriðja liðið frá Þór/KA, sem tekur þátt í keppni B-liða, var að hefja keppni á Íslandsmótinu. 

Sigur í gær og Sandra með tvö

Þór/KA vann Þrótt í þriðju umferð Bestu deildarinnar í gær. Annar sigurinn í röð og tveir sigrar í þremur leikjum í Bestu deildinni.