Styrkur veitir skattaafslátt

Vissir þú að með því að styrkja Þór/KA getur þú fengið skattaafslátt? Skoðaðu dæmið. Lágmarksupphæð styrks til að fá lækkun á tekjuskattsstofni er 10.000 krónur, en hámark 350.000 krónur - eða 700.000 krónur hjá hjónum.

Dregið í riðla fyrir næstu verkefni U17 og U19

U19 landsliðið fer til Danmerkur í apríl, U17 til Albaníu í mars.

Bestu þakkir til sjálfboðaliða!

Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Af því tilefni hefur átakinu Alveg sjálfsagt verið hrint af stað.

Þór/KA fær styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Í dag fór fram í Menningarhúsinu Hofi úthlutun styrkja úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Þór/KA var á meðal þeirra félaga sem hlutu styrki. 

Fjórar framlengja samning við Þór/KA

Harpa Jóhannsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir hafa allar framlengt samninga sína við Þór/KA.

Undirritun samninga – öflugt þjálfarateymi

Stjórn Þórs/KA hefur lokið við að mynda öflugt þjálfarateymi í kringum starfsemi félagsins, en Þór/KA rekur meistaraflokk, 2. flokk og 3. flokk undir sínum merkjum. Ráðning þjálfara og samsetning teymisins gengur meðal annars út á aukið samstarf og tengsl milli meistaraflokks og yngri flokkanna.

Fjögur Þór/KA-mörk í U17 æfingaleik

Bríet Jóhannsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir reimuðu á sig markaskóna fyrir sunnan.

Opið fyrir tilnefningar á íþróttaeldhuga ársins

Tekið er við tilnefningum um íþróttaeldhuga ársins fram til 5. desember. Veist þú um einstakling eða einstaklinga sem eiga skilið þessa viðurkenningu?

Tvær frá Þór/KA í æfingahópi U16

Karlotta Björk Andradóttir og Kolfinna Eik Elínardóttir hafa verið valdar í æfingahóp U16 landsliðsins sem kemur saman í lok nóvember.

Þriðji sigurinn hjá U19 og Ísland í A-deild

Jakobína Hjörvarsdóttir var í byrjunarliðinu og lagði upp mark í sigri íslenska liðsins gegn gestgjöfunum í Litháen. Ísland fer upp í A-deild og næsta stig riðlakeppninnar fyrir lokamót EM.